fimmtudagur, 3. október 2013

Ekkert nýtt eða títt!

Þessi vika að líða hjá. Búin að gera flest sem þarf að gera í svona venjulegri viku. Nema að heyra í dr. Sigurði. Ég þarf svo sem ekkert að heyra í honum endilega. Ég var eiginlega búin að fá leyfi til að minnka sterana niður í 20mg ef ég mundi ekki lækka í blóðinu og ég held að það sé að sleppa þessa vikuna. Eða í versta falli að standa í stað. Ég ætla annars að heyra í lækninum hér á HVT á morgun til að vera alveg viss um  hvaða tala kom út úr blóðprufunni og eins á ég eftir að heyra hvað kom út úr skjaldkirtilsprófinu frá því í síðustu viku. Ég er einhverra hluta vegna (óútskýranlegra) ekki búin að fara eitt eða neitt út að labba í þessari viku. Þ.e. ekki svona markvisst, en gekk nokkur skref þegar pabbi var að taka inn Sýtu og Síu og Sölsu. Hreyfing var það allavega ójá. Ég veit ekki hvað annað ég hef að segja að sinni. Er ekki alveg eins svartsýn og ég var fyrir nokkrum dögum- sem betur fer! Á morgun er stóðsmölunin í Víðidal og ekki útlit fyrir að maður sé að fara að taka þátt í því. En það var líka svo ótrúlega gaman í fyrra að maður getur eiginlega lifað á því í lengri tíma:-). Hér var reyndar hjálpast að við að hreinsa 20 kg af þindum í dag og svo hakkað og búnir til hamborgarar og pakkað hakki. Á morgun á svo eftir að hreinsa önnur 20 kg og hakka og pakka. Mann fer bara að hlakka - til. Og allt rímar þetta. kannski að það sé alþjóðlegur rímdagur í dag ??

Engin ummæli:

Skrifa ummæli