ÚFF... þetta er ekki gleðilegur lestur verð að segja eins og er.
það er einhvern veginn ekki gleðivekjandi þegar hemóglóbínið er farið að lækka aftur. Ég fæ nákvæmlega tölu á morgun frá honum Sigurði en prufan hér í gær (puttaprufa) var 122... en síðasta mæling var 127. Og nú hef ég minnkað sterana niður í 15mg. Og það var líka það sem gerðist síðast þegar ég lækkað í hemóglóbíninu þá var það í kringum 20mg. Ég er drullustressuð um að minnka meira í hemóglóbíni því að ég er svo alls ekki tilbúin að auka aftur steraskammtihnn. Þá verður Sigurður að finna einhver önnur lyf til að berjast við þetta :-( En ég er bara ekki að funkera í raunveruleikanum þessa daga eins og er. Ég er að reyna að minnka svefnlyfin og magalyfin og já sterana. En D-vítamín b-12 og fólín sýru ásamt magesíum, kalki og lýsi held ég áfram að taka. Sjúkraþjálfun einu sinni í viku. ásamt því að ég reyni að labba Merkurhring annað slagið - allavega þegar það er hlýtt. Líst ekki alveg á að fara út í dag í kuldann. En sjáum til ámorgun. Aðrir sem þurfa eðli málsins samkvæmt að búa og eða vera nálægt mér eru ekki að fá skemmtilegan félagsskap og eru nánast hunsaðir. Hver á það skilið. Hver getur hjálpað þeim að losna út þessum vítahring sem ég er búin að búa til. Ekki get ég það svo mikið er víst. Fyrst þarf ég að reyna að vinna í að losa mig út úr þessu rugli öllu saman!!!!!!!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli