miðvikudagur, 16. október 2013

sextándi október 2013

Baldvin Freyr á afmæli í dag :-) Hann er 15 ára hvorki meira né minna. :-) Það er líka næstum því fullt tungl - sé ég hérna út um eldhúsgluggann. Búið að vera ofsalega fallegt og gott veður í dag. Bæði innan í mér og fyrir utan í heiminum sjálfum. Thank God. En gærdagurinn var bara nokkuð ágætur - svona þegar fór að líða á hann og ég var búin að labba í 3 klst á eftir hrossum og fara svo á bak í smá stund. En það þurfti samt allt það til að það rynni af mér fýlan og ólundin. (er á meðan er - ég er svosem ekki alveg góð - en betri). Svo var starfsmannahittingur í Ráðhúsinu seinnipartinn. Flott dagskrá hjá stelpunum :-) Ég hló alveg fullt!!! Það hjálpaði líka aðeins til. Svo fórum við Hannes út á sjó í dag og veiddum nokkra fiska og sáum fullt af hvölum á firðinum. Á morgun ætla ég svo að fara í vinnuna og vera þar í einhverja stund fyrir hádegi. Á föstudaginn minnka ég svo sterana niður í 15 mg og er strax farin að kvíða fyrir :-/ En þegar ég er komin undir þessi 15-20 mg þá kallast þetta ekki háskammta sterameðferð lengur. Og alveg kominn tími til. Ég fer svo næst í blóðprufu í næstu viku og vonandi verður allt í fínu lagi þá. Það er satt best að segja svolítið skrítið að vera svona "mikið" betri, þ.e. ég er búin að vera miklu þrekmeiri undanfarið heldur en svo lengilengi. Auðvitað er líkaminn(vöðvarnir)  í lamasessi og ég ósátt við það. En það má svosem segja að það sem drabbast niður á 5 mánuðum verður ekki eins og áður á bara 2 vikum. Mér finnst svolítið erfitt að meðtaka það. En ég er að reyna að sannfæra mig um að það gæti tekið a.m.k. 5 mánuði að komast á sama stað og ég var fyrir veikindin. (úff) En það er samt betra að ná sér á næstu 5 mánuðum (eða eins fljótt og hægt er) heldur en að ná sér kannski ekki neitt. Ég er auðvitað mjög máttlaus og svo bara ennþá mjög þrútin af bjúg af sterunum. JÆJA. JÆJA best að fara að koma sér í bólið- komið gott af rausi í bili.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli