laugardagur, 19. október 2013

Föstudagur og fullt tungl

Ég fór að vinna í gær!!!!! Ekkert með það annað en að ég sofnaði þegar ég var búin í vinnunni og hjá Mikka. Svaf í 2 tíma. Sofnaði svo "snemma" um kvöldið. Ætlaði svo í vinnuna í morgun. Var samt svo skrítin eitthvað og ónóg sjálfri mér. Svo að ég lagðist aðeins útaf inni í stofu. Það varð reyndar aðeins meira en aðeins, því að ég svaf alveg til klukkan eitt. Ég sendi Gúu sms eftir að ég vaknaði og sagði henni að ég mundi bara koma á mánudaginn í vinnu :-/ En ég fór svo með Valgeir til læknis í dag og þarf að fara með hann í blóðprufur í næstu viku. Ég ræddi aðeins þessi vinnumál mín við Geir og hann mælti með þvi að ég mundi bara vinna í 2 tima á dag fyrst til að byrja með. Og ekki hika við að fara heim eða vera heima ef ég væri eitthvað slöpp. Ég ætla að reyna að muna þau orð hans. Ég er auðvitað ekki bötnuð. það er ennþá eyðing á blóðinu þó að það hafi minnkað mikið. Og það eru ekki allar tölur komnar á réttan stað í þessum blóðprufum þó að hemóglóbínið sé komið á betri stað. Það eru alls konar aðrar tölur og mælingar sem eru bæði fyrir ofan og neðan eðlileg mörk. Og ég er auðvitað líka á "háum" steraskammti ennþá. Þrátt fyrir að hafa minnkað skammtinn niður í 15 mg í morgun. Svo er ég með einhverja sýkingu í húðinni í andlitinu. Þarf sýklalyf við því. En þau voru ekki til í apótekinu hérna. Veit ekki hvort það er séns að fá það einhversstaðar frá um helgina. Verð að sjá til með það. Ég ætla svo út að labba á morgun. Halda áfram með Merkurhringinn. Mikki vill að ég kíki í þreksalinn bara þegar ég get. Svo ég þarf að fara að setja mér tímasetningar til þess. Það er bara svo skrítið hvað hver dagur dugar til að gera lítið þegar maður er svona lengi að gera allt og lengi að hugsa allt. Ég þarf að hafa allt skrifað sem ég þarf að gera. Annars geri ég það ekki. Ég man ekki neinar tímasetningar nema ég skrifi þær niður og svo þarf ég að vera á klukkunni stanslaust til að passa að vera á réttum tíma á réttum stað. Svo margt sem hefur breyst hjá mér síðan í maí. Ég t.d. hef alltaf verið MJÖG stundvís. Núna er það pínu erfitt. Ég er alveg að fylgjast með klukkunni og passa mig en svo er allt í einu komið að því að fara. Ég er auðvitað samt aldrei sein.... en ekki eins snemma á ferðinni og venjulega. Ég þarf svosem ekkert að kvarta.... þetta er bara svo skrítið.
Annars er bjúgurinn aðeins að minnka. Töluverð breyting á andlitinu og ég sá bara strax mun í dag eftir að hafa minnkað í 15mg hvað maginn hefur hjaðnað. Fari bara þessi bjúgur og veri og ég vona að ég lendi aldrei aftur í að þurfa að taka svona mikið af sterum!!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli