föstudagur, 4. október 2013
ER verra að eiga betri dag eða?
Heyrði í dr. Geir í dag. Hemóglóbínið mælist 122 sem er bara ca svipað og síðustu vikur - hefur svona farið upp og niður frá 120-123. En ég var búin að fá leyfi hjá dr. Sigurði til að lækka sterana í 20 mg í dag ef hgl. hefði ekki farið niður svo að ég minnkaði niður í 20mg í dag þrátt fyrir að hafa ekki heyrt í honum í vikunni. Satt best að segja er ég með pínu áhyggjur af því að minnka sterana þó að mér finnist ég strax hafa verið betri í dag. Þ.e. samviskubit og áhyggur á móti léttari lund og líkama. Ég var samt þreytt eftir að hafa staðið í klippi og hakkvinnu - en ég bara hvíldi mig aðeins og þá leið mér betur. Ég vona að mér líði eins vel á morgun. Annars fór það nú eiginlega svoleiðis í sumar að þegar ég var komin í 20mg af sterunum þá varð ég alveg rosalega þreytt. Sigurður sagði að það væri alveg eðlilegt því að þegar búið er að keyra líkamann svona rosalega upp með lyfjum þá væri þetta svo mikil breyting að það væri bara eins og að kippa hækjum af fótbrotnum manni. (myndlíking). Mig langar annars orðið töluvert til að fara á hestbak ég get ekki neitað því. Og það hlýtur bara að vera jákvætt því að ég hef alls ekki getað hugsað mér að einu sinni að hugsa það :-/ HMM svo er nú það. En eins og ég segi þá nánast hræðist ég það að mér finnst að það hafi verið betri dagur í dag því að ég er svo hrædd um að það skili sér í verri degi á morgun. Let´s wait and see!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli