laugardagur, 12. október 2013
Orðin ótrúlega mikið ÉG
Eftir að þurfa að sofa og sofa þá þarf ég þess núna ekki meir. Finn svo mikinn mun á orkunni þ.e. blóðmagnið (127) orðið svo mikið að ég þreytist ekki eins og ég hef gert. Finn samt greinilega ennþá fyrir sterunum en er þó komin niður í 20mg. Fór og hitti Sigurð á fimmtudaginn og þetta er allt að mjakast þ.e. blóðeyðingin í líkamanum er smátt og smátt að minnka svo að þetta er bara allt á RÉTTRI leið. Mikið sem maður getur þakkað fyrir það. Svo er þetta bara sjö níu þrettán að halda þessu í lagi. En ég er allavega búin að vera að fara út að labba meira að segja 3x í gær og svo Merkurhring í dag. Og þetta er svo gott:-) Ég finn samt að andlega hliðin á svolítið eftir (þá út af sterunum) ég pirrast frekar auðveldlega og þarf að passa mig að svara ekki fólki sem er að fara í mínar fínustu. En sem betur fer eru það ekki margir!!!!! En það er svosem ekki bara fólk heldur líka bara hlutir og gangur lífsins sem er að pirra mig. Þetta hlýtur bara að standa til bóta og ég verð orðin alveg jafn kurteis og lítillát og ég á að mér að vera þegar lengra líður. (kannski að ég sé bara að nota sterana sem afsökun) En ég stefni annars á að fara að vinna í næstu viku. Eða allavega að fara að fara í vinnuna. Hvað sem ég verð nú lengi á hverjum degi og hvort ég geri eitthvað af viti það á eftir að koma í ljós. En ég ætla allavega að mæta og sjá hvað gerist. Ef ég held áfram á svipuðum nótum og ég er búin að vera að lagast undanfarna daga þá er bara töluverður séns á því að ég verði bara vinnufær í einhverja tíma á dag þó að ég þurfi kannski að fara að leggja mig á eftir. En jæja gott í bili. Nóg eftir af deginum til að nota eitthvað af þessari velkomnu orku í, nú bíð ég bara eftir að fara að gera eitthvað skemmtilegt :-)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli