fimmtudagur, 31. október 2013

Allt óbreytt

Er eitthvað döpur (ekkert nýtt þessa dagana). fór í blóðprufu (heldur ekkert nýtt) fékk sömu niðurstöðu og í síðustu viku reyndar mínus einn. Þannig að hgl er þá 120 skv. Landsspítalamælingunni. Ég sendi línu á Sigurð í dag og var að sjá svarið frá honum. En hann vill að ég haldi áfram með 15 mg af sterunum en breyti ekki í 10 mg eins og við höfðum "planað". ég bjóst svosem alveg við því og var/er í raun kvíðin að lækka þar sem ég fór niður í þessu hgl síðast þegar ég lækkaði sterana. En ég er helst farin að hallast að því að ég þurfi að vera á 15-20 mg af sterum til að halda þessu í horfinu. (hljómar svolítið svartsýnis.... ) Ég svaf annars til rúmlega 12 í dag fór svo í sjúkraþj. og svo að vinna. Kom svo heim og beit á jaxlinn og labbaði af stað Merkurhringinn. Hélt að ég kæmist ekki alla leið upp löngu brekkuna því það var svo hvasst og kalt. En svo allt í einu lægði og það gekk betur. Stoppaði lengi í hesthúsinu hjá pabba að gera svosem ekki neitt en mokaði samt nokkrum göfflum af heyi í vagninn. Labbaði svo heim og gerði grjónagraut með kókosmjólk en það finnst mér rosa gott. Svo hef ég bara legið uppi í sófa að glápa á tv. Svo skrítið að fara í blóðprufu núna þegar ég er komin með svona "mikið" blóð að þá fyllist næstum því bómullin í olnbogabótinni af blóði þegar nálin er dregin út. En í sumar þá kom oftast nær varla depill í bómullina. Svo að þrátt fyrir að maður sé í "eðlilegum" lægri kanti þá er samt svo rosalega mikill munur á þessu. ég bara verð að fara að vera duglegri að labba og koma vöðvunum mínum í eitthvert form. Ég labbaði 2x upp og niður stigann í ráðhúsinu í dag og það var bara hevý erfitt... og ég er ekki að tala um að ég hafi gert það 2x í röð. Heldur með góðu millibili. Þegar ég settist við tölvuna var klukkan 00.01 og dags. 01.11.2013.... svo allveg fullt af núllum og einum :-) en það gerði mig samt dapra. En ég veit ekki lengur hvort tilfinningarnar mínar eru mínar tilfinningar eða hvort þær eru vegna steranna. Það er bara eins og ég sé ekki lengur ég. Ég get ekki hugsað eins og ég gerði og ég get ekki framkvæmt eins og ég gerði. En samt er ég ekki svo "veik" og get alveg þakkað fyrir að vera ekki "veikari". Ég var samt ekki svona þenkjandi í sumar... kannski af því að þá var ég svo "veik" að ég gat bara ekki hugsað neitt yfir höfuð og ekki gert neitt og ekki hugsað um að gera eitt eða neitt. Núna hins vegar þegar ég er orðin hressari þá er svo pirrandi að get ekki verið til staðar fyrir mig og mína eins og ég vil geta verið og held að ég hafi verið fyrir veikindin.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli