mánudagur, 14. október 2013
Ef ég væri kind!!!
Já ef svo væri. Þá væri ég örugglega ekki hér. Því ............................. En annars var fínasti dagur í gær. Var mikið mikið úti. Fór heilan Merkurhring (aftur) og svo var bara hestastúss alveg fram að kaffi. Ég meira að segja fór á hestbak "smávegis" í gerðinu við hesthúsin. Reyndar þurfti ég aðstoð við að ná fætinum upp í ísstæðið og svo þurfti líka að lyfta mér upp á hestinn. Sem betur fer gekk bara vel, því ég fann vel (eins og ég vissi) að ég hef ekki mikla vöðva eða mátt til að halda mér á hestbaki. En ætli þetta sé ekki bara góð líkamsrækt. Alveg eins og eitthvað annað hlýtur að vera. A.m.k. er þetta skemmtilegt svo þá hlýtur tilganginum að vera náð. Annars er ég bara hundleiðinleg og fúl- og bara ræð ekkert við það:( Býst allt eins við því að annað hvort fari einhver að pakka niður fyrir mig og henda mér út af heimilinu eða þá þeir 3 að pakka niður og fara af heimilinu því að ég er ósambúðarhæf. Og það er bara MÍN skoðun. Ef ég mætti ráða þá væri mér hreinlega pakkað ofan í kassa og geymd þangað færi að vora með von um að það kæmi betra eintak upp úr kassanum heldur en ofan í hann fór. Og ekki LÝG ég!!!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli