miðvikudagur, 9. október 2013

SSVO ÞREYTT EN SAMT SVOO HRESS

Ótrúlega skrítin vika að líða. Eftir að hafa fengið að minnka sterana niður í 20 mg á föstudaginn þá var ég bara nokkuð brött. Tók ágætis göngutúr á mánudaginn og gerði ýmislegt (ekki mikið samt en þó) ásamt því sem við vorum aðeins í breytingum hérna um helgina. Nú... svo bara í gærmorgun þá bara var ég svoo þreytt..... það þreytt að ég svaf til hádegis svaf svo eftir það og svaf svo líka seinnipartinn og svo svaf ég í alla nótt og svo svaf ég nánast fram að hádegi aftur :/ Var eiginlega orðin viss um að ég væri að missa blóðið aftur  og svo leið mér svolítið skringilega þegar Helgu Hreiðars fannst eins og blóðið væri kannski svolítið ljóst þegar ég fór í blóðprufu til hennar í dag (merki um blóðrauðaleysi) en........... hún gerði svona "puttaprufu" og þá er hemóglóbíngildið alveg orðið 128 sem er aldeilis fínasta tala. Ég er ekkert smá glöð með það já og hress. En þá er þetta bara eins og mig grunaði að það er svona erfitt að minnka sterana. Og í raun nákvæmlega það sama og gerðist í sumar þegar ég var að minnka. Þá greip mig svona OFURþreyta þrátt fyrir að blóðið væri að aukast. Svo enn er það bara sjö níu þrettán. Halda áfram að halda blóðinu og halda áfram að minnka sterana og halda áfram að geta farið út að labba í smá stund og jafnvel geta farið að kíkja í vinnuna fljótlega. Draumar geta alveg ræst :-) You better believe it!!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli