miðvikudagur, 9. október 2013

afturábak dagurinn

Í dag var eiginlega afturábak dagurinn. Ég vaknaði "varla" til að koma strákunum í skólann og rétt náði svo að skríða aftur inn í rúm um leið og ég var búin að plana að fara í göngutúr og eiga góðan dag eins og í gær en neil. Ég skreiddist inn í rúm um leið og strákarnir voru farnir út um hurðina áleiðs í skólann og svo steinsofnaði ég og svaf til 12.00 þegar Hannes kom heim í mat. Ég sofnaði svo bara aftur þegar hann var farinn og lá fram ádag. þá var égnú alveg hætt að botna í þessum svefni svo ég mældi blóðþrýstinginn og hann var þá já svona í lægra lagi... Ég er búin að vera að drekka vatn og hann hefur smátt og smátt hækkað. En ég býð ekki í  að þetta verði aftur svona á morgun. Ég get bara ekkert gert þegar ég er með svona lágana blóðþrýsting. Þá e bara hausverkur og geispi og allt svo erfitt. é´g var samt svo hress í gær aðég gat alveg farið að hugsa mér að koma mér í vinnu en þegar koma svona dagar þá hjlómar það einhvern veginn ekki sannfærandi. Ég sofnaði svo bara hvað eftir annað í allan dag. Nánast bara þar sem ég lá eða lagðist þá sofnaði ég. ÚFF.. En nú er ég komin með lista til að fara yfir með honum Sigurði á fimmtudaginn. Aumingja hann að eiga eftir að hitta mig. En zzzzzzz ætla að leggja mig einu sinni enn þennan daginn :/

Engin ummæli:

Skrifa ummæli