Já ég er eina ferðina vakandi þrátt fyrir að flestir aðrir Hvammstangabúar séu í fastasvefni eða það vona ég allavega þeirra vegna. Ég sef ekki þrátt fyrir að vera að taka lyfið Gabapentin sem er mjög slakandi (v/vefjagigtar) og svo tók ég hálfa svefntöflu um miðnættið... en ekkert dugar. Það þarf orðið ansi mikið til að ég komi mér niður á kvöldin. Að sama skapi sef ég jafnvel út eða kannski fram til tímans á milli 8 og 12. Ég leyfi mér ekki að sofna á daginn... (nema þegar ég lognast útaf) en annars reyni ég að vera meðvituð um að fara ekki og loka augunum af því að ég sofna bara ekki. Í dag var ég samt í hesthúsinu í 3 klst og gerði sitt lítið af hverju en það dugar ekki til að þreyta mig til svefns (STERAR). Síðustu dagar eru búnir að vera hálfgerður rússíbani. Svo skrítið að þrátt fyrir að vera að minnka sterana þá eru samt alltaf þessar ógeðslegu aukaverkanir eins og reiði og geðveiki. Svo þrátt fyrir að vera bara farin að vinna í 2 tíma á dag þá tekur það ótrúlega mikinn tíma og orku frá þessu "venjulega" lífi sem maður er búinn að vera í sem "sjúklingur". Að vera þessi sjúklingur sem hefur ekki komist yfir að gera einföldustu hluti nema svona einhvernveginn í algeru lágmarki. Og vera svo allt í einu komin með 2 tíma aukaverk á dag er ótrúlega skrítið. Svolítið svipað og þegar maður er búinn að vera í fæðingarorlofi og fer aftur að vinna. Maður skilur ekki hvernig hlutirnir eiga að geta gengið fyrir sig þegar maður hefur verið á fullu allan daginn heima með barnið. Og svo kemur að því að fara að vinna og maður hefur á tilfinningunni að þetta geti bara alls ekki gengið. Reyndar er þessi veikindatími sem ég er búin að "ná" núna orðinn jafnlangur og fæðingarorlofið sem ég tók með hann Baldvin. ég fór að vinna þegar hann var 51/2 mánaða gamall. og núna eru komnir 5 1/2 mánuðir frá því að ég veiktist. Þá var ég reyndar að vinna í 4 tíma á dag og Hannes kom með hann til að ég gæti gefið honum brjóst. Núna sér hann reyndar alveg um að borða sjálfur en ......... þá fannst mér samt miklu auðveldara að fara að vinna heldur en mér finnst það núna. Þá var líka kannski eðililegt að vera með pínu maga og undirhöku svona rétt eftir fæðingu. En að vera með magann út í loftið og þrútið andlit út af lyfjum er bara hræðileg upplifun. Ég veit ég á ekki að vera að kvarta en svona eru samt tilfinningarnar. Ég gat t.d. ekki hugsað mér að fara á Árshátíðina hjá Þyt til að vera innan um allt fallega fólkið. Hvernig á það að vera hægt. ????? Já stundum getur maður bara grátið innan í sér. En dagurinn í dag var samt bara góður. Svo gott að fara upp í hesthús og vera með hestana við hlið sér. Ég ætla að taka stefnuna á að reyna að fara í útreiðartúr í næstu viku. EF allt gengur vel áfram. Ég fer annars aftur í blóðprufu í þessari viku (sem ég átti ekki að gera) af því að ég lækkaði í hemóglóbíninu og svo hef ég líklega samband við Sigurð á fimmtudag, föstudag til að vita hver staðan er orðin. Ég vona að ég hafi farið aftur upp eða allavega staðið í stað og að ég megi minnka sterana ofan í 10 mg en ég býst samt einhvern veginn ekki við því. Who knows what will happen??? Annars fór hann Valgeir Ívar í vinnumennsku í Brekku um helgina. Fríða Marý og Haukur komu norður og Fríða skutlaði honum í Brekku í gærmorgun og skildi hann eftir þar og hann gisti þar um nóttina. Hann var að aðstoða í sveitinni hjá Sigfúsi, Hauk og Sigrúnu og kom alsæll heim með aur í veskinu, heyrnartól á höfði og þennan fína hatt. Ég bara tek ofan fyrir honum Valgeiri því að hann á nú ennþá nokkra daga í að verða ellefu ára þessi elska. En hann var bara sáttur við sig og sitt:-)
Baldvin var heima hjá okkur gömlunum á meðan enda þarf einhver að passa okkur. það er allavega alveg ágætt að hafa hann, því hver veit hve lengi hann á eftir að búa hérna heima... Væntanlega einhver ár.. en þau verða nú fljót að líða miðað við hvað þessi fimmtan ár sem eru liðin síðan hann fæddist hafa þotið hjá.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli