laugardagur, 2. nóvember 2013

Og ég er vakandi um miðja nótt enn einu sinni !!!!!

Við vorum svosem að horfa á sjónvarpið þangað til fyrir 50 mínútum..... en ég bara sofna ekki. Á reyndar eftir að telja kindur. Ég fer líklega í það þegar ég fer inn aftur. Ég er búin að liggja og hugsa og hugsa og hugsa. Auðvitað um þessi veikindi mín - hvað annað? Annars er svo margt sem ég er að reyna að fá botn í en það bara gengur ekki alveg nógu vel. Ég held að ég pósti því nú ekki hér. En það snýr samt helst svona að heilsu tengdum málum jafnt andlegra sem líkamlegra og það til all margra ára og þá helst hve allt virðist hafa farið í það far sem erfiðara hefur verið að fylgja heldur en að það hafi verið auðvelt. Hvort þetta er tengt einhverju í líkamanum eins og efnaskorti eða hormónum finnst mér að hljóti að vera.
En það eru bara engin próf eða prufur sem styðja við það. Þrátt fyrir að ég sé mjög meðvituð um að eitthvað sem innra með mér bærist sé ekki "rétt" eða "gott" þá bara get ég ekki breytt því eða stjórnað til betri vegar. Reyndar sagði mér sálfræðingur fyrir nokkrum árum að með tímanum yrði maður bara sérkennilegri og sérkennilegri. Þ.e. þau einkenni sem maður hefur haft á yngri árum og hefur kannski reynt að fela til að falla í hópinn það fer þannig með þau að maður hættir að fela þau og verður bara meira og meira maður sjálfur. Í mínu tilviki hlýtur það að þýða að ég verð meiri einfari og félagsfælnari og þarf minna á öðrum að halda. Er að verða pínu einfari - þó að mér líði oft ekki vel að vera ein en þá fellur mér ekki vel að vera í fjölmenni. því sjaldan er ég meira einmana en einmitt í slíkum aðstæðum. (Ég ætlast ekki til að neinn skilji þetta raus mitt...því það sem ég skrifa hér er ekki fyrir neinn að hafa áhyggjur af :-)) En já ca svona er þetta samt. Mér þykir samt ofsalega vænt um mitt fólk og annað gott fólk.....En ég þarf alls ekki á fjölmenni að halda og svo er nú það. Mig langar svo til að gera heilmargt á morgun en ég sé nú ekki fram á að af neinu verði þar sem klukkan er orðin 3 og ég á eftir að sofa fram að hádegi ef allt fer eins og ég held. Strákarnir eru orðnir svo tillitssamir á morgnana og læðast um húsið svo að þeir vekji mig ekki. Enda svo stórir og fínir menn orðnir. Baldvin orðinn 15 ára og Valgeir að verða 11 ára. Þvílíkt ríkidæmi í þessum strákum okkar.
Over and out....

Engin ummæli:

Skrifa ummæli