fimmtudagur, 21. nóvember 2013

Minni sterar minni þoka meiri afköst

Eftir að hafa minnkað sterana í 12.5 mg á laugardaginn er svolítið eins og þokunni  hafi létt aðeins og þrekið er orðið aðeins meira. Ég náði að fara á hestbak á mánudaginn og vann svo frá hádegi og framúr. Á þriðjudaginn vann ég e hádegi og var svo með 3 skvísur í prjónaklúbb um kvöldið. það var æðislega næs og mjög gaman. Pínu eins og maður sé orðinn maður sjálfur aftur. Nú svo vinna í gær og hitaveituútburður með Valgeiri og eins í dag. Stefni jafnvel að því að fara í vinnuna um 10 leytið í fyrramálið - bara svona að gamni og vera þá annaðhvort til 2-3 eða bara 4. Það kemur í ljós.
Pabbi átti annars afmæli í vikunni... orðinn 59 ef ég kann að telja. Og hann dvelur í Danmörku þessa vikurnar. Valgeir er svo að fara á Löngumýri á morgun eftir skóla og kemur eftir hádegi á laugardaginn til baka aftur. Hvað við verðum að gera um helgina er bara held ég ekki planað. Reyndar fer Hannes eitthvað að leika sér með snúrur í veggjum og við skúrum auðvitað. Sumir segja líklega að það sé nú nóg. en eitthvað annað hljótum við að gera. Bara spurning hvað????? Kannski býður maður einhverjum í mat eða kaffi who knows. Ég fór jú í blóðprufu í gær... mældist minnir mig 119 svo þá er ég væntanlega 118 í landspítalamælingunni. En hann Sigurður "minn" hefur bara ekkert samband við mig. Ég er búin að biðja hann um að allavega láta mig vita hvort ég má taka þetta lyf við útbrotunum sem ég er með í andlitinu á mér. ég er búin að finna út hvaða lyf þetta var sem ég hef tekið í 2-3 skipti áður og hann vildi að ég léti sig vita. svo að hann gæti athugað hvort það gæti haft áhrif á AIHA. En hann bara svarar mér ekki. Á meðan ég bíð eftir svari finnst mér ég bara verða verri og verri íhúðinni. Mig bæði svíður og klæjar.
En jú ég fer örugglega á hestbak um helgina. Ég er annars kominn með svo mikla löngun í annað hvort kuldareiðgalla eða kuldareiðbuxur. En þetta kostar frá 25000 til 50000 og ég er svo EKKI að týma því. Á líka eftir að láta skrá mig fyrir árskorti í reiðhöllina sem kostar yfir 20.000 svo þetta er að verða svolítið high dæmi :-) En anyway þá er ég búin að þrugla í þetta skiptið. Mér finnst að það líði lengur á milli þess sem mér finnst ég þurfa að skrifa hér eftir því sem ég verð hressari - sumt er jákvæðara en annað !!!!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli