föstudagur, 8. nóvember 2013

Ekki er alltaf allt sem sýnist

Eftir að hafa haft áhyggjur af þessu blóði í 1 1/2 sólarhring þ.e. hve mikið ég hafði lækkað skv. mælingunni hérna á HVE þá kom í ljós þegar Sigurður hringdi í mig í gærkvöldi að mælingin hérna var kolröng. þ.e. hér var ég 106 í hgl (tekið úr putta) en það blóð sem var tekið úr æð og sent til Reykjavíkur mældist 118. Og þar er töluverður munur á. Reyndar hafði ég samt lækkað. En það er einhvern veginn "betra" að lækka úr 120 í 118 heldur en úr 120 í 106. Ég dreg þann lærdóm af þessu að það er ekki hægt að mæla hgl með puttaprufu þ.e. ekki til að hún sé nógu nákvæm. Næsta skref er þá að halda áfram á 15 mg sterum eins og undanfarnar 3 vikur. Fara svo í blóðprufu í næstu viku og sjá hver staðan er þá :-/ og heyra svo í Sigurði. Ég er samt komin með svo upp í kok af þessu ástandi. Nóg var það nú fyrir samt. Vonandi - vonandi fer þetta að rjátlast af mér bara VONANDI!!!!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli