miðvikudagur, 6. nóvember 2013

Þetta fer nú að verða komið gott held ég...........

Blóðprufa í dag, þar sem allt hefur gengið "betur" undanfarið þá var ég búin að fá leyfi hjá honum Sigurði til að taka bara prufu úr puttanum. Ekki eina olnbogabótarstunguna enn í safnið. Er líklega komin yfir 30 blóðprufur. Og jú það var auðsótt. Svo ég rölti af stað á heilsug. og fannst ég bara ekki vera alveg í lagi.... en það er svosem ekki eins og ég hafi verið það undanfarið hvort sem er þannig að áfram rölti ég. Helga stakk í puttan og lét mæla hemógl. og talan sem kom út var svo lág að við ákváðum að taka bara "the full version" af blóðprufu. Ég labbaði svo áfram á pósthúsið og upp í vinnu. Brekkan var tekin á hægferð. Ég sendi Sigurði tölvupóst þegar ég var komin í vinnuna um hver talan hefði verið og hvort hann mundi ekki hringja í morgun þegar hann væri búinn að fá niðurstöðurnar úr blóðpr. til sín í R-vík. Hann hringdi nánast strax og var ekki kátur. Bað mig um að taka 15 mg í viðbót af sterunum í dag og svo 30 mg á morgun til að reyna að stöðva frekari eyðingu. (bahh) og hann ætlar svo að hringja í mig á morgun. Ég er búin að vera á háskammta sterameðferð í 51/2 mánuð auk þess að hafa farið í lyfjameðferð með einstofna mótefni (við hinu og þessu) og ég er eiginlega komin með nóg!!! Ég fékk smá sjokk... en á örugglega eftir að taka þessi vonbrigði betur út seinna. Þetta er "SJOKK". Einmitt þegar maður heldur að maður sé pínu kominn á beinu brautina þá hrynur allt. Ég ætla að fara að sofa GN.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli