föstudagur, 29. nóvember 2013
bloggíbloggí
29. nóvember í dag. Nýjasta landspítalatalan er 117 en ég mældi 119 hér... svo ég er ekki að hækka. Skrifaði Sigurði póst og þetta voru nýjustu tölur og þá bara líka halda áfram með 12.5mg af sterunum. Svo er nú það. Ég held að það sé alveg orðið dag-ljóst að þessir sterar eru ekki að duga til að halda hemóglóbíninu í lagi. En ég verð að segja að ég er að verpa svolítið þreytt á þessu. ég er búin að vera að vinna í ca 3.5 tíma á dag og það virðist bara vera alveg hámark. Allavega ennþá og svo er ég orðin mjög þreytt undir vikulokin. Sterar, blóðleysi, vefjagigt... hvort það er eitt af þessu eða allt sem veldur þessari þreytu veit ég bara ekki !!!! Ég fékk töflurnar við útbrotunum þær heita Doxylin eða doxycyclin held ég.... Geir skrifar að þær séu við rósroða... ekki skemmtilegt að gúggla það. En töflurnar virka hvað sem þessi útbrot heita. mig er hætt að svíða og klæja og þetta er allt að þorna upp. Enda alveg nóg að vera með bjúg og kryppu þó maður sé nú ekki með útbrot líka. Pínu svona eins og Hringjarinn frá Notre Dame :-/ Ég fór annars og djammaði svolítið um síðustu helgi. Alma Lára hafði mig af stað í Laxahvamm þar sem kirkjukórinn yndislegi var með æfingahelgi. Eins mikið og mig langaði til að fara þá var ég búin að bæla þá löngun niður með kvíða og ómögulegheitatilfinningu. (enda hver fer út á meðal fólks að skemmta sér á meðan hann er veikur))))) en allavega þá dreif ég mig með henni á laugardagskvöldið og það var MJÖG gaman. Sungið og spjallað og kveðið og borðað og drukkið "smá". Svefn var að skornum skammti en ég svaf bara þegar ég kom heim á sunnudeginum. Í kvöld er svo afmæli hjá Jónu Halldóru í Félagsheimilinu og þar ætlum við að vinna - eða allavega Hannes. Ég geri nú líklega eitthvað minna. En kannski get ég gert eitthvað smá hver veit. Ég er ekkert búin að fara á hestbak síðan síðast. Ég hef bara ekki haft orku eftir vinnu eða einhvern veginn gefið mér tíma. Ég hef reyndar aðeins farið út að labba og nýtt tímann í það heldur en gera ekki neitt. kannski er líka betra að byggja sig aðeins betur upp áður en maður fer að fara mikið og oft á hestbak. Er að verða svolítið spurning um að velja og hafna. En ætli ég fara ekki að drööööööslast í kvh þennan daginn. Vantar alveg pizzugerðarefnið og tilheyrandi. TATA
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli