mánudagur, 2. desember 2013

1. í aðventu þetta árið.


Búinn að vera ágætist dagur. Jólaljós voru hengd upp í gríð og erg. Allir gluggar hússins orðnir glansfínir með hvítum stjörnum af einhverjum stærðum og gerðum. Svo bakað ég 3 sortir af smákökum í gær. held að helmingurinn af þeim sé búinn svo líklega verð ég að baka meira þegar nær dregur. helgin er annars búin að fera aldeilis fín. Hannes fór að vinna í afmælinu hjá Halldóru og ég fór svo um 9 leytið um kvöldið og var í eldhúsinu að vaska upp og rútta til. Það vara bara mjög gaman þrátt fyrir að bakverkir væru verulega farnir að rífa í undir lokin. Ég fór heim um eitt leytið því þá var annars sonurinn orðinn frekar órólegur og kvíðinn þar sem þeir voru 2 einir heima. En ég fór sem sagt heim þá og Hannes kom svo um 3 leytið. Það er hörkupúl að vera þjónn :-) En mikið fannst okkur þetta samt gaman!!!! í dag fórum við svo á jólamarkaðinn í féló og vorum svo boðin í kaffi til Pésa og Röggu svo við létum það duga í dag. Finnst við bara hafa verið dugleg um helgina en það var samt ýmislegt fleira í boði sem maður hefði viljað kíkja á eins og jólatónleikar í Ásbyrgi og svo Aðventuátíðin í Hvammstangakirkju. En ég er samt rosalega sátt við það sem við gerðum og líka við það sem við gerðum ekki.
Ég var annars að skrifa honum Sigurði lækni bréf áðan.Það var heillangt og innihélt alls konar raus og kvart og blaður frá mér. Það er bara einhvern veginn svo margt sem ég er ekki sátt við þessa dagana (bæði gamalt og nýtt) og mér finnst bara engin framför í gangi af neinu tagi. Mikki vill að ég fari að lyfta og nota efti líkamann. en ég hef bara ekkert gert með honum ennþá. Það er allt svo á kafi í bjúg. og svo bara ef ég lyfti höndunum upp yfir axlir svona kannski3x þá er ég bara móðari en allt mótt. og ég á í erfiðleikum með að ganga upp stiga. í gær gekk ég nokkrar tröppur í Ráðhúsinu með ryksugu í hendinni og ég hélt bara að ég kæmis ekki upp. Ég komst svo hægt og ég varð svo móð. Ég er bara einhvern veginn alveg hætt að skilja þetta process allt saman. Feisbókarhópurinn(AIHA DIGANOSED)  er með alls konar sögur af sínum steranotkunum.
Sumir hafa verið í 2 ár og eru að vinna í að ná sér niður. Ein er í 3ja skiptið að reyna að hætta. Er alltaf komin niður í 0mg en verður þá alveg máttvana og verður að byrja aftur. Sumir eru búnir að fara 2-3 í rituximab lyfjagjöfina eins og ég fór í í haust og ýmist virkar hún eða hún virkar alls ekki. Ein náði að fara í hana og vandi sig af sterunum á næstu 5 mánuðum. sem mundi þýða febrúar fyrir mig. Svo er eftir ár til að ná til baka öllum einkennum steranna. Þ.e. bjúgurinn á maganum öxlunum höndunum andlitinu o.s.frv. Auk þess að maður verður að láta vita næstu 2 árin að maður hafi tekið stera t.d. ef maður veikist eða lendir í slysi eða fer til tannlæknis eða eitthvað svoleiðis (búhúhú) Ég vildi að þessir pistlar væru jafn upplýfgandi og pistlarnir hennar Eydísar Óskar sem er alveg að ná að láta skína frá sér jákvæðnina þrátt fyrir að oft líði henni kannski ekki ofsa vel. En ég er svosem ekkert að grenja þetta opinberlega (eða hvað) en allavega stend ég ekki á Bangstúni við hátíðlegar athafnir og græt. Ekki svo fólk sjái allavega !!!!!!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli