fimmtudagur, 14. nóvember 2013

Duga eða drepast )

er ekki rétt að duga eða drepast??? Engar áhyggjur samt.... ég ætla ekkert að yfirgefa þessa jörð. En ég er eiginlega komin með upp í kok af þessum veikindum (fyrir löööööööngu síðan) og ætla bara að fara að setja puttann upp í loft. Ég ætla bara að druslast til að gera meira og það kemur þá í ljós hvort ég verð veikari eða hressari. Fór annars í blóðprufu í gær og kem á svipuðum stað út og í síðustu viku. Mældist 118 í síðustu viku en held ég sé 119 í þessari. Var reyndar í 2 daga á 30 mg af sterum (út af vitlausu mælingunni) en annars 15mg eins og undanfarnar vikur. Ég skrifaði Sigurði í dag og bað hann um að láta mig vita hvað ég ætti að gera í áframhaldinu. Þ.e. hvort ég á að halda áfram með 15mg eða breyta. Ég er ekki ennþá búin að fá svar. Vona að það komi í kvöld eða fyrramálið. En ég svaf annars til 11.30 í morgun sem var allt of langur svefn. Og ég var alveg eins og drusla fram eftir degi. Hundskaðist svo í hesthúsið og svitnaði þar. Náði að komast 3x á hestbak án þess að neinn lyfti á rassinn á mér. Það er erfitt og tekur tíma en ég hefði ekki komist 3x á hestbak fyrir 3 vikum og það allt á sama deginum. Og þó að ég hafi farið 3x á hestbak þýðir það ekki að ég hafi farið í 3 útreiðartúra heldur þýðir það að ég fór upp á 3 mismunandi hesta og var á hverjum og einum í smá stund inni í reiðhöll/hlöðu uppi í hesthúsi. En ég passaði reyndar upp á að hestarnir stæðu ofan í holu þannig að ég hafði smá forskot. En stefnan er að komast á hestbak án þess að þurfa forskotið!!!! Núna vantar mig bara annað hvort kuldagalla til að ríða út í eða kuldareiðbuxur. Þar sem það er ofsalega vont að verða kalt á lærunum og ég bara kemst ekki í reiðbuxurnar mínar í gammosíum vegna þess hve ég hef "stækkað" undanfarið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli