Og aftur ójá. Nú er semsagt kominn 1. september og ég hef ekki farið í vinnu síðan 10. maí. Bráðum komnir 4 mánuðir. Satt best að segja er ég farin að kvíða mikið fyrir að mæta aftur í vinnu - hvenær og hvernig sem það verður. Ég þarf endilega að fara að heyra í Gúu með það. Ég veit hins vegar að ég þarf engar áhyggjur að hafa af því að koma aftur... en það er bara þetta að fara að fara út á meðal fólks og að þurfa að funkera almennilega. Ekki það að ég sé að fara að vinna næstu dagana en einhvern veginn finnst manni þegar blóðgildið er komið í 120 sem er þetta "lágmark" að þá hljóti maður að þurfa að fara að hugsa sér til hreyfings. Mér finnst einhvern veginn eins og manni beri þá bara skylda til að fara að fara að hugsa fram á veginn (sem ég er auðvitað að gera). En samt er ég óörugg með hvað verður og hvort ég eigi að vera að hugsa þetta eitthvað strax. Ég er ennþá á 35 mg af sterum og síðast þegar ég var þar þá var ég ekki í vinnuhæfu ástandi. Þar að auki ef ég fæ ekki að minnka sterana strax meira þá er ég auðvitað ekki í vinnuhæfu ástandi þar sem ég get ekkert hugsað og framkvæmt af viti. Ég þýddi að gamni á íslensku smá "fróðleik" um aukaverkanir af sterum (auðvitað ekki allt sem getur komið fyrir mig endilega en hér er listi)
- Hækkaður þrýstingur í augum - gláka
- Bólga - bjúgur á fótum
- hækkaður blóðþrýstingur
- skapsveiflur
- þyngdaraukning - á kvið-andliti-aftan á hálsi
Eftir lengri notkun þá bætist við
- Ský á augasteina
- hækkaður blóðsykur sem getur aukið hættu á að fá sykursýki
- aukin hætta á sýkingum
- beinþynning og sprungur í beinum
- minnkuð hormónastarfsemi í nýrnahettur
- þynnri húð, marblettir af litlum ástæðu og sár gróa hægt.
Já þetta er svona það sem gæti fylgt sterunum. Dásamlegt alveg hreint. Og fullt af þessu er ég búin að fá og er með. En líklega er betra að vera með marbletti í aðeins fleiri daga og að sár taki lengri tíma að gróa ef maður er með blóð og súrefni í blóðinu.
Með kryppu á baki og undirhöku vegna steranotkunar - dásamlegt alveg hreint. |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli