sunnudagur, 29. september 2013

Aðgát skal höfð og allt það

Stóðréttir í Þverárrétt afstaðnar þetta árið. Lenti í svolítið skrítnu og ég held að titill þessarar færslu sé bara vísun í það. En sóbíit. Maður stendur orð af sér eins og hvert annað kjaftshögg.... Enda er ég líklega að standa annað eins af mér þessa dagana. OG svo heldur lífið áfram þrátt fyrir smekkleysu annarra. En annars er ég bara búin að vera drullu þreytt um helgina. Það var reyndar alveg dásamlegt að sitja úti í þessa 3 tíma í réttinni í gær og horfa á hross. Sá held ég bara samt eitt svona MJÖG flott. En ég líka sofnaði eins og steinn í gærkvöldi - og alveg án þess að taka svefnlyf - sem er ca svona í 3ja skiptið síðan í maí sem ég sofna án þess að taka svefnlyf og fyrsta skiptið sem ég sofna vegna þess að ég bara get ekki haldið mér vakandi. Hljómar skringilega. En eitthvað í takt við þessa þreytu sem ég nefndi áðan. Alveg gott að vera þreytt... en samt eitthvað ekki gott.... þar sem það er nánast ekki eðlilegt ástand eins og síðustu mánuðir hafa verið. En kannski er það bara merki um betri tíma framundan. Ég vona það allavega. (held að ég skrifi EN og KANNSKI og BARA oftar en öll önnur orð). Ég er annars búin að hugsa svo margt sem ég ætlaði að skrifa hér en það er ekki séns að ég muni eitt eða neitt af því. Það var annars allt mjög merkilegt! Ekki eitthvað bull eins og er nú komið hér inn. Fyrst þetta er bara svona bull þá er best að láta staðar numið í bili.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli