miðvikudagur, 25. september 2013

Blóðaukning

Nú hef ég bara ekki skrifað hér í nokkra daga.... en ég hef hins vegar notað tímann til að fara í gönguferði 2 daga í röð og labbaði alveg í hálftíma í hvort skiptið. Svei mér þá ef blóðaukningin og minnkun steranna er ekki að gera mér GOTT þessa dagana (7.9.13) Og svo er blóðprufa í fyrramálið - fastandi til að taka sykurstöðuna og svo skjaldkirtilspróf líka.... Heyri svo í Sigurði á fimmtudaginn og þá ætla ég að fara VEL yfir þessi próf og niðurstöður öll. Kannski að hann geti bara sent mér eitthvað rafrænt. En nú er í dag eiginlega fyrsti dagurinn þar sem mér finnst ég vera bara svona pínu ég sjálf. Og nánast fór að bíða eftir dagurinn liði... En hingað til hafa dagarnir liðið eins og eimreið og ég bara verið farþegi og horft út um gluggan og séð lífið líða hjá (ég þ.a.l. ekki þátttakandi heldur bara áhorfandi og ekki haft afl eða getu til að vera með). Vonandi fer það að breytast BARA ef það gengur áfram vel að minnka sterana. Ég veit ekki hvað gerist á morgun (eða finmmtudaginn þegar Sigurður hringir) en ef blóðið hefur ekki hækkað og jafnvel staðið í stað þá ætla ég ekki að biðja um að lækka skammtinn niður í 20 mg. þessa vikuna. Ég vil heldur taka lengri tíma á 25 mg og halda þá blóðinu,, en það féll síðast þegar ég var komin niður í 20mg. En ég held reyndar að Mabthera /(lyfjagjöfin) sé að stjórna þessu öllu núna og að ég sé enn að aukast í blóðrauða og ég vona svo INNILEGA að það haldist bara í einhvern tíma. Ég er orðin það hress að ég er farin að HUGSA um ýmislegt í lífinu og að maður þurfi væntanlega að fara að forgangsraða og jafnvel gera breytingar. Hvar maður ber niður og hvort eitthvað gerist verður tíminn að leiða í ljós. en ég finn hjá mér alveg gríðarlega löngun í einhverjar breytingar (auðvitað ekkert sem hættulegt eða sem er vitleysa) en það er eitthvað að brjótast um í höfðinu á mér. En ég sé bara ekki næstu mánuði og ár í sama fari og verið hefur. Hvort það verður tengt því að ég verði veik... eða hress það verður bara að koma í ljós.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli