föstudagur, 13. september 2013

Síðasta Mabthera

Í gær var síðasta Mabthera lyfjagjöfin. Mætti í blóðprufu og fór svo í lyfjagjöfina. Aldeilis gott að þetta er búið.  Annars var þetta heljarinnar tveggja daga ferð í allt. Fórum af stað á miðvikudagsmorgni þar sem Hannes fór í magaspeglun á Akranes. Svo þegar hann var búinn að ranka við sér þá brunuðum við til Reykjavíkur þar sem við skildum mömmu eftir hjá Fríðu og Hauk. Við fórum svo í íbúð í Ljósheimum sem við tókum á leigu. Þar svaf Hannes í tvo tíma og svo fórum við í mat til Fríðu. Svo fórum við aftur upp í íbúð og gistum þar. Hannes skutlaði mér svo á Landssp. og þar var þetta græjað í síðasta skipti og hann skutlaði svo mömmu upp í Orkuhús þar sem hún fór í aðgerð á hendi. Þegar öllu þessu var lokið þá sótti Hannes okkur og við fórum að borða á Saffran þar sem Fríða er að vinna. Aldeilis góður matur þar :-) Og svo var bara brunað norður. Ég svaf alla leið takk fyrir takk. Þegar norður var komið tók við 5 ára afmæli hjá henni Silju Sigurósk sem nota bene var bara nýfædd rétt um daginn. En er samt orðin stór og dugleg og falleg stúlka í dag. Veit ekki hvenær þetta gerðist allt saman. En það er nú bara að fagna því- annað væri víst ekki eðlilegt::-)
Dagurinn í dag hefur svo farið í að sofa líka. Þetta er víst eðlileg afleiðing af lyfjagjöfinni. Þreyta og slen.
En ég á svo bara von á að þetta batni á næstu dögum. Ég hafði það af að hringja í  Ágúst lækni til að fá niðurstöðurnar í blóðmælingunni frá því í gær og hann sagði að hegmóglóbínið væri komið í 122 sem er hæsta tala sem mælst hefur og komið yfir lágmarksmeðaltal hjá konum. Svo nú er bara að halda áfram að lækka sterana. Ég lækkaði úr 35 í 30 í morgun þar sem Sigurður Yngvi sagði mér í síðustu viku að ég mætti það (nema að hann hefði samband og hann hafði ekki samband). en Ágúst sagði mér að öll önnur gildi væru líka á réttri leið. Þ.e. bæði stærð og þéttni rauðra blóðkorna, lifrargildi, bólgumagn, henatókrít og fleira sem ég man ekki hvað var. En ég er bara aldeilis mjög ánægð með það. Ég veit svo að pabbi og Helga eru að leggja af stað í Norrænu til Íslands á morgun og það er svo aldeilis spennandi. Það verður mjög gaman að fá þau aftur heim.
























125
124
123
122 1
121
120 1
119 1
118
117
116
115
114
113
112 1
111
110 1
109 1
108
107 1
106
105
104
103 1
102
101 1
100
99
98
97 1 1
96
95 1
94 1
93 1
92
91 1
90 1 1 1
89
88 1
87
86 1
85
84
83
82
81
80
79
78 1
77
76
75
74
73
72 1
71
10.maí 17.maí 22.maí 27.maí 29.maí 3.jún 10.jún 18.jún 24.jún 28.jún 4.júl 9.júl 11.júl 15.júl 18.júl 24.júl 31.júl 6.ágú 12.ágú 22.ágú 29.ágú 5.sep 12.sep

Engin ummæli:

Skrifa ummæli