mánudagur, 16. september 2013
16.09.2013..... Afmæli hundsins Huga er í dag
Já þá á hann Hugi nú 3ja ára afmæli. Hann fær ekki kökur eða kaffi í tilefni af afmælinu. En hann fékk að fara í göngur og svo er hann víst lifandi líka. Þannig að það er nú alveg ágætt. Annað er svosem ekki merkilegt að frétta í dag. Ég vaknaði um 9 leytið og sofnaði aftur um 10 og svaf til 13. Var svo eins og drusla þangað til ég druslaðist í sturtu og er ágæt í þessum rituðu orðum. Pabbi og Helga eru veðurteppt í Færeyjum. Það er bara skítaskítaveður og skíta veðurspá. Haustið er að sumu leytið farið að líkjast síðasta hausti. Byrjar með svona hretum og roki og slyddu og látum. vona að þetta verði samt ekki eins slæmt og í fyrra því að það var bara vibbi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli