þriðjudagur, 10. september 2013

síðustu dagar og næstu dagar

Fyrir utan það að vera minnislaus og allslaus og jú útblásin af sterunum þá hafa síðustu dagar verið hefðbundnir en líka óhefðbundnir. Ég finn og sé að æðarnar mínar eru með eitthvað meira blóð inni í sér. En ég hef samt ekki haft þrótt í að hreyfa mig (fyrr en í dag) eftir síðustu lyfjagjöf. Á föstudaginn skrönglaðist ég um og gerði eitthvað sem var algerlega nauðsynlegt. Laugardagurinn var ekki alveg sá besti. Svaf fram eftir morgni. En drullaðist samt með hannesi út í ´raðhús að þrífa (gerði ósköp lítið) og lagði mig svo eftir það. Fórum í mat til mömmu og þar fékk ég undarlegan hausverk og skrönglaðist að lokum heim og lagðist fyrir. Þá var nú blóðþrýstingurinn FREKAR lágur. Það olli mér ónotum bæði líkamlega og andlega og þ.a.l. þorði ég ekki að taka svefnlyfin mín og vakti alla nóttina :-/ Svar svo um morguninn og fram að hádegi. Leið nú töluvert skár og við skutluðum Valgeiri í afmæli í Mýrar. Svo komu Ragga og Pési í heimsókn og svo fórum við í heimsókn til Ínu og Reimars. Gerðum semsagt helling á sunnudaginn.
Í dag svaf ég svo yfir mig og var frekar þreytt eitthvað. (Stákarnir fóru því ekki í skólann) Fór nú samt út að labba eftir hadegið og labbaði í 18 mínútur. Líklega lengsti göngutúrinn til þessa frá því í mai (þ.e. hérna á íslandi) og ég finn alveg að það gengur betur að labba heldur en gerði. Þ.e. ég fæ eitthvað súrefni með blóðinu. Svo fékk ég heimsókn frá Öllu sem var mjög gaman og gott að spjalla við hana. Við erum báðar hálfgerðar lasarusaskvísur. Það sem plagaði mig svo í kvöld var hærri blóðþrýstingur og hár púls... Svo þetta er bara einhvern veginn upp og niður allt saman. En nú er klukkan semsagt orðin rúmlega 12 á miðnætti og ég ein vakandi í húsinu. Þarf að koma mér niður svo að ég sofi ekki aftur yfir mig :-/ En svo er það bara suður aftur á miðvikudaginn. hannes fer í magaspeglun á Akranes þann daginn og svo keyrum við til R-víkur og verðum yfir nótt. þar fer ég í 4/4 lyfjagjöfina og mamma fer í handaraðgerð og svo rennum við bara norður með fullan bíl af sjúklingum. OOOO þetta er svo skemmtilegt.......

Engin ummæli:

Skrifa ummæli