fimmtudagur, 26. september 2013

Rúllustigi

Heyrði í Sigurði Yngva í dag og það er svosem allt við það sama. Hemóglóbínið hefur lækkað AÐEINS eða úr 123 í 120 g/l. Svo ég er svosem ekkert ALSÆL. En ég held bara áfram með 25mg af sterunum næstu vikuna eins og ég var búin að búa mig undir og stefnan tekin á að geta bara minnkað eftir viku niður í 20mg. Með bjartsýnina að leiðarljósi. Blóðsykurinn mældist bara í fínu lagi eðlileg gildi eru á fastandi maga á milli 4 og 6 og ég mældist 4.7 sem er bara alveg í miðjunni :-) maður er bara eins og skólabókardæmi um hvernig allt á að vera (fyrir utan BARA blóðið). Hann var ekki búinn að fá út úr skjaldkirtilsprófinu en ég hringi bara í HVE á morgun eða í næstu viku til að fá út úr því. Ég fór annars í langanlangan göngutúr í morgun. Gekk alveg upp að Kirkjuhvammskirkju - alveg í rólegheitunum. Enda tók þessi 3ja kílómetra spotti mig alveg 50 mínútur að ganga. Pínu fyndið en þó auðvitað ekki ;) en ég mætti samt sömu konunni 2x en hún hafði náð að ganga heilan Merkurhring á meðan ég var að labba upp í Kirkjuhvamm og þá nánst styðstu leið. Ég er samt svo rosalega ánægð með að komast bara yfir höfuð út og líka að geta labbað og það í svona langan tíma. Skiptir mig engu máli vegalengdin. Jahá... Svo var ég líka hjá henni Björgu sálfræðingi í gær (sem er bara dejligt) og svo var ég hjá honum Mikka sjúkraþjálfara í dag. Svo það er bara stíf dagskrá!  Enda má ég ekki vera að því að gera neitt annað :-). Ég er reyndar búin að lofa að kíkja aðeins í vinnuna á morgun. En ég veit ekki hvort ég hlakka neitt til þess. Maður verður víst stundum að gera fleira en gott þykir. NOT

Engin ummæli:

Skrifa ummæli