Fórum í R-vík í gær í 3/4 Mabthera lyfjagjöfina. Það gekk bara MJÖG vel. Byrjaði auðvitað í blóðprufu. Hemóglóbínið stendur í stað á mili vikna þ.e. er 119 í þessari viku en var 120 í síðustu viku. Þannig að það er allaveg gott að það lækkaði ekki meira þar sem hann hafði leyft mér að lækka sterana úr 40mg í 35 á föstudaginn var. Núna má ég ekki lækka sterana fyrr en hann gefur grænt ljós á það. Hvort það verður í næstu viku fer eftir því hvað kemur út úr blóðprufunni þá. En eftir síðustu lyfjagjöfina þá held ég bara áfram að fara í vikulegar blóðprufur hérna á Hvammstanga og hann hefur svo samband við mig þegar komið er út úr þeim. Ég hitti hann svo aftur í Reykjavík þann 10. október (nema eitthvað annnað gerist). Svo manni finnst einhvern veginn eins og það eigi að far að koma pása. En það er auðvitað ekki víst. það eitt er víst með þennan sjúkdóm að það er ekkert víst og engin vissa fyrir einu eða neinu. Ég er komin með læknisvottorð til 16. október - allavega í bili. Hvað ég geri veit ég ekki en mér finnst auðvitað að ég "þurfi" nú að fara að koma mér til vinnu þó að það væri bara svona í klukkutíma og klukkutíma endrum og sinnum. En sjáum hvað gerist bara. Ég er svosem ekki viss um að það geri mér neitt gott :-/ Já alveg rétt.. það kom ekkert út úr mergprufunni þ.e. það er bara allt í lagi með merginn og þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því meir. En ég fékk hins vegar að fara í röntgenmyndatöku í gær af neðri hluta baksins því að ég hef haft svo ótrúlega mikla verki þar inn á milli. Ég veit hreinlega ekki hvort það eru vöðvaverkir eða hvort það er í tengslum við slitið sem ég er með neðst í bakinu. En Sigurður spurði hvort ég vildi ekki bara drífa í að fara í röntgen strax í gær og ég auðvitað þáði það bara. Ætla svo að vera í sambandi við læknana hér næstu daga og svo líka Mikka til að athuga hvort það er ekki hægt að græja þetta eitthvað.
Ég er annars langt komin með morgunkaffið og þá rútínu svo þá er spurning hvað ég fer að gera. Gæti brotið saman þvott eða prjónað... Geri annað hvort eða bæði ákveð það á eftir. Er annars að byrja að finna sterafrostið hellast yfir hausinn á mér svo kannski að ég fari bara að stara út í loftið. já ætli það verði ekki bara þannig... held það. Er eiginlega byrjuð að stara... over and out Sterar eru bara ekki uppáhalds:-(
Engin ummæli:
Skrifa ummæli