laugardagur, 14. september 2013

Göngur

Laugardagur í dag. 14. september 2013. Í dag er Vatnsnesfjallið gengið í annað sinn þetta haustið þar sem það var smalað um daginn vegna slæmrar veðurspár. En mínir menn lögðu fjall undir fót í morgun . þ.e. Hannes og Baldvin. Ég vona að þeim verði ekki fótaskortur í fjallinu þar sem þeir eru göngulausir í stígvélunum. En þetta er svona frasi frá Gangnamönnum í félaginu Brynjólfi sem reyndar eru flestir fjarri góðu gamni þetta árið. Held að þeir hafi ekki áttað sig á því að þeir eru að eldast allir með tölu. Hehemmm.... en það er svosem ekki mitt mál. Ég hef svosem ekkert nýtt að segja er svona bara þreytt og slöpp en finnst bara að ég eigi að vera hress og hraust og langaði mest af öllu að skella mér með þeim í morgun. en nei það verður ekki þetta árið. Ég bara SKAL fara næsta haust. Ég er búin að hugsa svo mikið í morgun um að ég verði að fara að koma mér í form.... og þar með var ég farin inn í rúm og lögst fyrir :-( Bahh.... en það er bara í dag. Ég ætla að gera mitt besta til að fara af stað í rólegheitunum og byggja mig upp smátt og smátt. vonandi minnkar sætindaþörfin með minnkandi sterum og svo auðvitað verð ég miklu hressari þegar ég er orðin svona  blóðmikil. Já MIKIL. hehe. Aldrei spáir maður í blóðinu í sjálfum sér. Ég hef bara eiginlega aldrei spáð í hvað það gerir ótrúlega mikið. Þá kannski helst fyrir úthald og hugsun. En það er auðvitað það sem allt manns líf byggist upp á. En anyway. það er Krossmessa á hausti og fallegasti dagur.
vona að ég geri eitthvað skemmtilegt í dag annað en að sitja hér við gluggann. OWER AND OUT í dag.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli