Svo er auðvitað alveg óþolandi að þora ekki að keyra útfyrir staðinn. Baldvin vildi komast heim í gærkvöldi og "við" fórum að sækja hann. Vildi að ég gæti gert eitthvað svona ein en það er bara ekki séns að ég þori að fara á bílnum út á þjóðveg. Já búhú einu sinni enn og aumingja ég... get ekki þetta og get ekki hitt. Lá í morgun og var að hugsa hvað ég gæti ekki gert... það var ansi langur listi (greinilega svo langur að ég man nú ekki núna hvað var á honum) en á móti kom að ég gat nú líka talið upp eitthvað sem ég get gert sem aðrir með verri sjúkdóma en ég er með geta ekki gert. En auðvitað vil ég bara geta gert allt sem ég gat gert og helst meira ef hægt væri !!!!! En ég labbaði nú hringinn minn áðan og ætlaði að fara annan en kannski að ég fari hann bara í kvöld eða á morgun. Ég bara verð að fara að vera dugleg að koma mér út og hreyfa mig. Ég er í það minnsta búin að baka snúða í dag.. nokkuð gott og svo komu Ína og Reimar og Silja í smá kaffi áðan og svo koma mamma og Gummi í fiskrétt á eftir svo eitthvað er ég nú að gera. Annars er ég svo kát því að Hannes og Baldvin eru að byrja að girða hérna smá hólf fyrir hestana fyrir sunnan húsið hjá okkur. Mikið sem ég hlakka til að hafa þá hérna fyrir utan. JÁ MIKIÐ. En það er heljarinnar stúss sem þeir eru að leggja í... en eitthvað verða menn nú að hafa að gera (ekki eins og ég geri neitt). Valgeir er ekki ennþá kominn heim frá Kolugili. Kannski að hann verði aðra nótt.. veit ekki. Veit bara að hann hefur svo gaman af þessum sveitastörfum. Ég þyrfti annars svo að komast í smá bláberjamó. Hver veit nema það gerist fljótlega. Ég hlýt að geta setið á þúfu og týnt í fötu eða dall. Hve erfitt getur það nú verið?????
Við á Mamma Mia á Tenerife |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli