Já kominn mánudagur... helgin búin að vera alveg hin fínasta. Komum frá Kleppjárnsr. á laugardaginn, man ekkert hvað ég gerði þann daginn. En í gær höfðum við af að bjóða fólki í heimsókn og það vara ansi skemmtilegt hjá okkur. Ragga og Pési kíktu um kaffileytið með bakkelsi fyrir sig sína og okkur... ásamt því að Svava kom með snúða og dóna sem voru eftirlegukindur úr KVH við lokun og ég hafði reyndar skellt í slatta af kanelsnúðum sjálf svo nóg var að bíta og brenna. við grilluðum svo saman í gærkvöld. held það hafi verið fimm réttað. Pulsur, lamb, svínarif, silungur og makríll. Sem allt bragðaðist með eindæmum vel eins og vera bera. Með þessu var svo bakað grænmeti og ferskt salat ásamt hinu og þessu. Við sátum svo fram á kvöld að chatti enduðum á að hringja í Halla og buðum honum að kíkja sem hann og gerði og við spjölluðum til held ég hálf tvö eða eitthvað. Ótrúlega gaman bara.
Nú svo tók við að fara að sofa en ég sofnaði ekki fyrr en klukkan 5 (eða síðar) því eins og ég segi þá er ég bara orðin alveg stjörf af þessum sterum. Svo ótrúlega bjúguð í andlitinu, belgist upp á mér maginn (sérstaklega á kvöldin) og svo er bara eins og ég sé komin marga mánuði á leið þar sem þetta þrýstir allt upp undir rifbeinin og ég næ varla andanum inn á milli. Skrambi óþægilegt. Hann Sigurður segir bara að ég eigi að taka verkjalyf en ég hef nú ekki endilega lyst á þeim alltaf. Hef reyndar alls ekki tekið mikið af verkjalyfjum sem betur fer en er að laumast til að taka eina og eina panodil inn á milli. Svo veit ég ekki hvort það er hreyfingarleysi eða annað en það er eitthvað að byrja að bila í bakinu á mér alveg neðst þar sem slitið er. Kannski er það bara eitthvað tengt sterunu Ætli ég reyni ekki að muna að spyrja út í það næst þegar ég heyri í lækni af einni eða annarri sort. Jahá og jæja kannski að ég prjóni eitthvað og reyni að hafa áhyggjur af því hvað ég þarf að muna að gera á morgun - Hannes er held ég farinn að slá úti á Árbakka- eða í að minnsta að græja það eitthvað. bædíbæ!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli