- Haha... ég sá þetta í gærkvöldi þegar ég kom heim og ég man að ég var að vanda mig svo rosalega að skrifa þetta rétt... enJæja eftir að lyfjagjöfin var búin þá var ég færð um set og lögð á rúm og þar fékk ég e-ð meira krassandi af verkjalyfjum því að ég fór í mergtöku úr spjaldbeini. Og þá fékk ég lyf sem heitir Dormikom eða eitthvað svoleiðis. Það hjálpaði svolítið en ég fékk líka staðdeifingu og e-ð svo ég lifði þetta af en mikið ofboðslega er þetta óþægilegt samt :-(. Ég vona svo bara að ég þurfi ALDREI aftur að fara í svona mergprufu. Það voru annars alveg jákvæðar fréttir þarna í gær. Því að hegmóglóbínið hafði hækkað í 120 sem er bara ansi góð tala og í raun sú tala sem hann Sigurður vill að ég haldi (þ.e. það er lægstu gildi hjá konum og það er tala sem við viljum halda í). Og þ.a.l. má ég minnka sterana úr 40mg í 35mg bara núna í dag. En hann var samt ekki alveg viss um að hann ætti að láta mig lækka. þar sem ég hrundi síðast þegar við vorum að reyna að koma sterunum niður. Ég á því ekkert endilega von á því að geta lækkað sterana aftur í næstu viku þegar ég fer í 3. lyfjagjöfina. en það verður bara að koma í ljós. Ég hélt samt að ég hefði ekkert hækkað í hemógl. því að ég var búin að vera svo rosalega drusluleg og slöpp síðustu 2-3 daga. Og sagði honum að ég héldi að ég hefði hreinlega lækkað. en sem betur fer var það nú ekki svo. En allavega þegar þetta var allt búið þá drifum við okkur bara af stað norður til að halda áfram að græja börn og buru og allt sem því tilheyrir. Ég svaf nú reyndar alla leiðina fyrir utan smá stopp í Bónus og Olís í Borgarnesi.Strákarnir voru hingað og þangað. Mamma skutlaði Valgeiri í Miðfjarðarrétt og Baldvin var eitthvað hjá Anítu. Valgeir kom svo heim í gærkvöldi með Ellý. Hann er svo farinn aftur núna í Víðidalstungurétt, hljóp hérna út á náttbuxunum í morgun þegar hann sá að Björnsfeðgar voru að græja sig út í bíl og fékk bara far með þeim. Hann er með svo skemmtilega mikinn áhuga á sveitastörfum drengurinn og þar með var hann rokinn. Veit ekki hvenær eða hvernig hann kemur heim en ég er farin að halda að ég þurfi að fara að safna fyrir búgarði fyrir hann í framtíðinni. Baldvin er hins vegar bara hérna heima hjá mér í rólegheitunum og er ekkert stemmdur fyrir réttum eða kindum. Það er svosem alveg ágætt líka. Ætli hann eigi ekki bara eftir að búa alltaf hjá mömmu og pabba... who knows. Sigurður læknir ætlar að sjúkraskrifa mig áfram til held ég ca um miðjan sept. þá skoðum við bara hver staðan verður. Ég hef reyndar verið að "vinna" heima. eða svona fylgjast með því hvernig gengur í laununum og hún Helga er alveg að græja þetta. Alveg ótrúlega dugleg stelpan. En það er aldrei að vita nema ég fari að kíkja aðeins út í ráðhús annað slagið svona í 1-2 tíma í senn. Eða ég ætla allaveg að hugsa það. Fer allavega ekki í dag.Ætli núna sé ekki lognið á undan storminum.... það er svo brjáluð veðurspá fyrir næsta einn og hálfa sólarhringinn og norðurland eins og það leggur sig er búið að fara í göngur og smala alveg 2 vikum fyrr en vera á (enda vill enginn upplifa það sama og í fyrra haust) en núna er semsagt bara logn úti sýnist mér. Eins gott að ég muni að loka hjá hænunum þegar fer að hvessa. Ekki vil ég nú tapa þeim bara út í veður og vind. En over and out.... þarf að gera eitthvað en finnst samt að ég geti ekkert gert!!!!!
föstudagur, 30. ágúst 2013
Hlátur og grátur eða kannski var það grátur og hlátur :-)
Mabthera nr 2 (ekki Channel nr 5) . En gærdagurinn fór í að rúnta til Reykjavíkurinnar í lyfjameðferð númer 2 og mergprufutöku. Sem er nú alveg það yndislegasta sem ég hef á ævinni upplifað. hóst ;-). En jú við hjónin rúlluðum suður skelltum okkur í RL (rúmfeita) og versluðum lítilræði eins og nýjan borðdúk á eldhúsborðið sem ég held hreinlega að allir ættingjar og vinir hafi verið farnir að bíða eftir og þá meina ég BÍÐA með stórum stöfum. Svo skutlaði Hannes mér á Landssp þar sem ég fór í blóðprufu og svo í lyfjagjöfina. (Hannes fór á verkstæði á meðan) . Já en þetta fer ca svona fram .... Hendin á manni er sett í hitateppi til að hita upp æðarnar svo hægt sé að koma fyrir nál með góðu móti. Svo fær maður líka panodíl og svo er látið renna í mann ofnæmislyf og sterar og svo fær maður lyfið. Þetta tók nú ekki nema ca 3 tíma í gær sem er töluvert styttri tími heldur en það tók í fyrsta skiptið og ég get ekki sagt að ég hafi fengið nein ónot í mig í gær eins og í fyrsta skiptið. REYNDAR stakkst nálin eitthvað skakkt í hendina á mér þannig að ég fékk alveg stungutilfinningu í gegnum lófann og þetta tók frekar langan tíma að koma þessu fyrir svo það var næstum liðið yfir mig. úff... en það hafðist. Hún Elísa hjúkrunarkona sem er með mig í þessum lyfjagjöfum er bara alveg yndisleg. og já ég verð að muna að vera búin að borða næst þegar ég kem til hennar. Líklega var ég bæði svöng og kvíðin þegar ég mætti þannig að þegar við bættist þessi sársauki (óvænti) þá bara hreinlega varð ég alveg stjörf. En þetta hafðist nú allt og svo kom Hannes líka " af verkstæðinu" þannig að ég róaðist og það leið bara ekkert yfir mig. En maður verður annars voðalega syfjaður af þessum ofnæmislyfjum svo ég er nú ekki alveg viss um hvað ég sagði og gerði á tímabili en hér er sýnishorn af mér að tjá mig á samfélagsmiðlinum fésbók :
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli