föstudagur, 2. ágúst 2013

01.08.2013

Fékk niðurstöðurnar úr blóðprufunni í dag.... Alvöru niðurstöðurnar núna þ.e. frá Landsspítalanum. Hegmóglóbínið var 97 (ekki 98) en það er víst sama talan. Sigurður skrifaði mér þetta um hádegið í dag. Alltaf svo gaman að heyra frá honum. -Jú víst - . En planið fram á þriðjudag er 45 mgr af sterunum s.s. lækkun um heil 5 mgr. Ég hafði gert mér vonir um 10 mgr. En takk fyrir þessi 5 samt. Svo er aftur blóðprufa á þriðjudag (frídagur á mánudaginn) og það verður svo gaman að heyra frá honum aftur á miðvikudaginn með nýjustu tölur þá!!!! En eftir þessar rúmu 3 vikur á 50 mgr á sterum var ég orðin (er orðin) mjög tens og tjúnuð.. hef átt erfitt með að sofa og að sofna og svo er bara óþægilegt að vera svona einhvern veginn ekki ég sjálf. Ég veit ekki hvað málið var en ég tók svona svefndag í dag. Sofnaði einhverntímann eftir 1 í nótt held ég og svaf svo til að verða 10 í morgun. Sofnaði svo strax aftur í hádeginu og svaf bara til að verða fjögur í dag. Og svei mér ef ég dormaði ekki aftur seinni partinn. Ég er auðvitað vakandi núna.... enda kannski við hæfi að halda upp á 3 faldan afmælisdag sem var í dag (eða gær) klukkan orðin 00:00. En sá merkisdagur var í dag að bæði áttu Margrét Ylfa systirdóttir mín afmæli og líka hún Eva Hlynsdóttir. Þær eru miklar skvísur báðar tvær. Nú og svo síðast en ekki síst þá er tengdapabbi minn að fagna 60 ára afmæli sínu. Hann fór með frúna suður fyrir heiði í felur til að fagna áfanganum. En þegar Hannes heyrði í honum í kvöld þá höfðu nú ýmsir haft uppi á honum... bræður , foreldrar, börn og vinir og svo var Gunni Sveins mættur í útilegu þarna líka. En þau dvöldu semsagt á Kleppjárnsreykjum í dag og ætla að vera í nótt. Allavega innilega til hamingju með afmælið Ársæll og auðvitað Dýrunn líka en hún fagnaði sama áfanga þann 27. apríl sl. Merkis ár hjá þeim hjónum í ár. Við hin erum bara að halda upp á árið 20"13 sem virðist ætla að vera ólukku ár hjá mér og hluta af minni fjölskyldu svona eins og föstudagurinn 13. sem sumir vilja meina að sé ólukkans. Það hefur reyndar aldrei hvílt á mér að trúa þessu með föstudaginn 13. en ég er fegin að lifa ekki aftur 2013 eða 2113... það fá aðrir að njóta góðs af þeim ártölum. :-) En þetta var nú krókur og útúrdúr.
Valgeir fer í veiðiferð á morgun fram á Arnarvatnsheiði með Kolugilsfeðgum. Það spáir snjókomu.. það verður að hafa það, ég verð bara að pakka þeim mun meira niður fyrir veiðimanninn af utanyfirfötum og nammi svo honum verði ekki kalt í skálanum. Þetta er að verða árlegt hjá honum og hann vill alls ekki missa af þessu. Ég held honum þyki þetta skemmtilegra heldur en Hákoni meira að segja :-). Svo það er kannski frekar eins og Ingvar sé að fara með Valgeir og taki Hákon með svona sem aukabarn. En anyway. hér er orðið töluvert rökkur enda verslunarmannahelgin að skella á. Bara ca 16 ár síðan við Hannes fórum saman á Akureyri og gistum í tjaldi. Hefði svo getað verið í gær. En ætli maður endurtaki það nokkuð á næstunni. Jæja.. best að slaka sér. Skrifa meira síðar. Það er SVO margt sem ég ætla að gera á morgun... þar sem dagurinn í dag fór í svefn.. Blessi ykkur!!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli