miðvikudagur, 31. júlí 2013

hress.is - eða ekki !!!

Styttist í að ég rölti á heilsugæsluna í blóðprufu. Býst við að ég bidji um puttaprufu líka.

Og jæja búin að rölta... alveg ótrúlega langt bara. Fékk far á heilsugæslu... fattaði að ég gleymdi beiðninni heima.. labbaði heim og á heilsugæslu og aftur til baka. Fer að verða hálfgert maraþonlabb í dag. En ALDEILIS góðar fréttir, eða jákvæðar allavega. Hemóglóbínið komið í 98 sem er hækkun um 8 frá því á miðvikudaginn var. Enda er ég orðin svo steruð (eða bjúguð) að ég er með bjúg á augnlokunum og á bakvið eyrun líka. Vildi að mér gæti þótt þetta fyndið. Er að herða mig upp í að láta taka mynd af mér - bara svona til að eiga. Vona svo að ég verði ALDREI svona aftur. 
Er byrjuð á svitakófi dagsins fer að renna niður bakið bráðum. En ég er búin að sitja í gærdag og fara yfir launamöppurnar frá sveitarfélaginu. Gott  að geta dreift huganum aðeins.. en samt ótrúlega erfitt að þurfa að einbeita sér svona.
En jæja best að vera bara ánægður með stöðuna í dag og halda áfram að stefna á að "batna". Ower and out!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli