föstudagur, 19. júlí 2013

Vottorð til 16.08.2013

Í Reykjavík í gær hitti ég hann Sigurð Yngva. Hann fullyrðir eftirfarandi :
  • Ég er ekki með neinar sýkingar í líkamanum.
  • Þetta blóðleysi getur ekki stafað af blöðrunni sem sést hefur á eggjastokk.
  • Hemóglóbínið er 91.
  • Steramagn næstu viku verður 50mg.
  • Þrátt fyrir að hann sé að fara í sumarfrí ætlar hann að skoða tölvupóstinn og vera í sambandi við mig.
  • Ég á að fara í blóðprufu næsta fimmtudag (ég ætla að fara á miðvikudaginn)
  • Ef hemóglóbínið fer aftur niður fyrir 90 þá ætlar hann að láta gefa mér blóð.
  • Ef ég fæ blóð þá ætlar hann að láta mig á immúnóglóbín.
  • Ef ég fæ immúnóglóbín þá fæ ég Rituximab.
  • Ef ég fæ Rituximab þá verður tekið annað mergsýni fyrst.
  • Ég hitti hann svo næst í Reykjavík 22. ágúst sem er daginn eftir að við komum frá Tenerife.

Ferðin var annars bara skemmtileg. Ellý hefur alltaf svo góða nærveru :-) Við gerðum líka alveg heilmargt á stuttum tíma - eða semsagt fórum í fullt af búðum og hún hjálpaði mér bara með ALLT. Við náðum að fara í Bónus, Sportdirect, Húsasmiðjuna, Veiðibúð, 2x á Landsspítalann, Kentucky og Kaupfélagið í Borgarnesi og kaffihúsið þar líka :-) Semsagt fínasta ferð. Ég lá hins vegar BAKK frá því ég kom heim og til sjö í morgun. But who gives a damn!!!!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli