miðvikudagur, 17. júlí 2013
Downdowndown
þrátt fyrir að hafa alltaf reynt að hafa svolítið gaman í lífinu almennt þá eru þessir undanfarnir dagar farnir að gera mig svona pínu dapra. Eftir að hemógl. fór í 90 á fimmtudaginn var og ég var sett á 100 mg af sterum í 2 daga og svo 75mg eftir það þá fór hgl í 88 á mánudaginn. Ójá ennþá að fara niður þrátt fyrir að ég hafi verið hyper af sterunum og síðast þegar ég fékk svona skammt þá bara "rauk" blóðið upp (eða þannig) allavega fór það upp en ekki niður. Anyway. Ég finn þessa dagana fyrir einkennum blóðleysisins og þá sérstaklega er ég þreytt og þarf að leggja mig ég er með nánast stanslaust púlserandi suð í höfðinu (bara eins og hljóðið í blóðinu í æðunum þegar það þrýstist um líkamann) Æðin mín á handarbakinu sem ég hef notað sem mælikvarða á hvort það sé að aukast eða minnka blóðið er ansi lítt sjáanleg núna og ég held að hún sé að verða tómari og tómari. Svo bara get ég voðalega lítið gert án þess að verða móð og finna jafnvel til svima og annarra óþæginda. En jákvætt skal þetta nú fara að verða og hana nú. Ég fer til Sigurðar Yngva í Reykjavík á morgun á Landsspítalann. Ellý ætlar að keyra mig svo þetta verður bara systraferð í leiðinni. Ég byrja á því að fara í blóðprufu á landssp og hitti svo doktorinn kl. 13.00. Ég skrifaði honum nú tölvupóst í gær og var að ýja að því við hann að ég vildi nú kannski fara að fá eitthvað gert og vona að það verði þá farið í það. En hann er auðvitað að fara í sumarfrí bara núna á föstudaginn. Svo ég er bara pínu í lausu lofti. Ég vona allavega að ég þurfi ekki að auka steraskammtinn í 100mg aftur því að ég bara fer þá held ég yfirum. Svo óþægilegt að vera með nálar í heilanum og líkamanum öllum. Æi jæja komið gott af leiðinda pælingum.... Bæti við seinna :-) adios amigos.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli