fimmtudagur, 18. júlí 2013
Í dag skal......
Já í dag - á eftir- skal rennt til Reykjavíkur. Fæ hana ástkæru systur mína til að skutla mér - þ.e. Ellý í þetta skiptið. Ég skal fara í blóðprufu á Landsspítalann fyrst til að byrja með og svo mæti ég klukkan 13.00 til hans Sigurðar Yngva Kristinssonar blóðmeinasérfræðings á deild 11B sem er Krabbameins og blóðmeinadeild. Ég er komin með spurningalista (sem er reyndar óvenjulega stuttur). En eitthvað ætla ég að ræða við hann nú ásamt því að fá niðurstöður úr blóðprufu morgunsins. Ég er nokkuð viss um að ég hef lítið hækkað frá því á mánudaginn, en hver svosem veit. Jæjæ sennilega er best að ég fari og vekji ungling heimilisins sem er mér annars svo kær svo að hann komist í Unglingavinnuna. Eins gott að vekja hann svo að það verði nú eitthvað gert í þessari unglingavinnu því að skv. honum er hann nú oftast sá sem gerir eitthvað - hinir gera bara ekki "neitt". og ég held bara að ég verði að trúa honum :-) Enda með eindæmum duglegur þega hann kemst á skrið. Hinn gormurinn fær að sofa þangað til hann vaknar- það gæti verið um 11:30 ef hundurinn verður til friðs. Valgeir fer svo á Blönduós í dag að keppa í fótbolta. En jæja best að tína til prjónadótið svo að ég hafi eitthvað að gera á leiðinni. Annars gæti ég kjaftað frá mér allt vit!! :-) Knús á alla (sem er væntanlega enginn en so)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli