sunnudagur, 21. júlí 2013

Að vera veikur !!!!!

Svo undarlegt sem það nú er - og þetta á líklega við allt mannkyn. Þá gerir "enginn" ráð fyrir því að verða veikur. Það held ég að sé alveg pottþétt. Maður horfir á fólk í hjólastól, fólk með höfuðklúta og hárkollur og hugsa... æi en leiðinlegt! En jafnframt hugsar maður - þetta kemur nú ekki fyrir mig eða mitt fólk :-) já hve eigingjarn getur maður verið??? Ég er núna eins og fullt tungl í framan, með hnúð á bakinu þar sem ég er þó svo heppin að geta fengið lyf.. en sterarnir hafa þessr aukaverkanir. Að auki eru auðvitað milljón fleiri aukaverkanir með sterunum, en ég held bara að ég telji það ekki upphér. Enda alveg að verða stjörf í heilanum eftir lyfjaskammt dagsins. Er svona byrjuð að fá náladofa í heilann og hætt að geta tengt hugsanir og gerðir,, auk þess sem svitinn er byrjaður að renna eða svona þrýstast út í húðina og hjartað er byrjað að puða og allt annað að titra.  Mér sýnist - ef ég hef ekki rangt fyrir mér- að æðin mín á handarbakinu sé að bústnast svo að það hlýtur að vera að aukast blóðið í mér. En ég sé svosem ekki miklar breytingar á æðunum í augunum svo ég veit ekki hver staðan er. Býst við að ég renni inn á heilsugæsu í fyrrmálið og biðji þær um að stinga í puttann á mér svona til að fá ca stöðuna þó að hún sé kannski ekki alveg nákvæm, en gott að fá samt einhvert viðmið. Ég er alltaf að lesa greinar um sjúkdóminn WAIHA - AIHA - IHA en þetta eru allt heiti sem ég hef googlað og gefa góðar greinar. Síðast í gær þá las ég grein þar sem talað var um að gefa háskammta stera í 2 vikur þ.e. 75-100mg og svo minnka skammtinn niður í 20mg á næstu 3 vikum og ef það gefi ekki góða raun þá skuli gripið til annarra ráða. Ég hef svo verið að hugsa hvort hann Sigurður hafi verið að venja mig of hratt af sterunum og þess vegna hafi ég hrunið aftur í blóði. En miðað við tímann sem það tók hann að koma mér niður í 20mg (eða 7 vikur) þá ætti það ekki að hafa verið. Ég er samt svo ekki sátt við hvernig þetta hefur allt þróast (enda hver væri það) Og í gær þá var ég bara alveg á einhverjum bláþræði andlega/þunglyndislega séð. En það er líka aukaverkun af sterunum... einhvers konar geðveiki!!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli