laugardagur, 3. ágúst 2013

Kleppjárnsreykir

OG svo var bara pakkað niður í gær eftir vinnu hjá Hannesi alveg 3 sængum 3 grillsneiðum og nánast engu öðru og brunað suður í Borgarfjörð. Ekki lengi gert það sem lítið er !!!Þar já var bara grillað og borðað og chattað fram að miðnætti við afmælisbörnin Ársæl og Dýrunni og þeirra börn og barnabörn. Sofið svolítið (ég reyndar alveg til 12:00) og svo var sængunum bara pakkað aftur... grillsneiðarnar voru búnar og svo brunuðum við bara aftur norður -nota bene í blíðuna (NOT).  Ég hef bara ekkert heyrt í Valgeiri eða af honum í dag. En það voru 8°c á Holtavörðuheiðinni í dag og blindþoka og súld og gargandi rok. Hvort þeir eru að veiða eða liggja bara í tjaldi get ég ekki ímyndað mér. En ég vona samt svo innilega að allt sé nú í lagi og þeim sé ekki kalt köppunum. Það kemur líklega bara í ljós hvað verður. þeir eru allavega ekki komnir heim ennþá. Mér skildist á svila mínum í gær að ég þyrfti að taka saman greinargóða lýsingu á veikindum mínum áður en við höldum á vit ævintýranna til Tenerife. Svo að hann geti nú verið við öllu búinn ef eitthvað kemur uppá. Hvort heldur ég tapa öllum lyfjum (óvart) eða hvort ég bara hníg niður (óvart) og verð óviðræðuhæf. Ég gat nú sagt honum að neyðarsíminn á Tenerife væri 1-1-2 bara eins og hér á ísalandinu og að annað væri svosem ekki á hans valdi að ráða við. (jújú sagði honum að ég ætlaði að taka saman mikinn lista og greinagóðan um þetta allt saman). ég hef þá ca 10 daga til þess.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli