Dagurinn byrjaði á jákvæðum nótum. Blóðatalan (óformleg hér á HVE) sagði 107. Það þykir minni bara gott... en betur má ef duga skal. Við erum búin að vera að pakka... svo að við komumst til r-víkur á morgun þar sem versla þarf lopa og ná í lyfseðla og lyf af ýmsum gerðum. Svo allir komist nú á áfangastðinn á miðvikudaginn - já og með sín lyf. Bæði konur menn og börn heimilisins.Svo er það bara FRÍIÐ :-) Alla þessa daga frá miðvikudegi fram á miðvikudag og svo heim !!!!! Eg er búin að fá tíma í lyfjameðferð með Mabthera strax daginn eftir að við komum heim frá Tenerife. Mæti bara klukkan 8:20 um morguninn ÞANN 22.08 á Landsspítalann í fræðslu og svo hefst fjörið. það sem mér fannst samt MINNST skemmtilegt að heyra í dag var það að hann Sigurður Yngvi (minn doksi) ætlar að nota tækifærið á meðan ég er í lyfjagjöfinni og taka mergprufu- já bara si svona. Síðast þegar ég fór í mergprufu á Akranesi í mai (og í fyrsta skipti by the way) þá bað ég nú að lokum um kæruleysissprautu og það mun ég pottþétt gera á meðan þeir ætla að græja bæði lyfjagjöf og mergsýnatöku á sama tíma !!!!! Já hvað þetta tekur langan tíma veit ég ekki... og stefnan er svo bara tekin norður í land (HEIM) þar sem Hannes ætlar að taka saman veiðigræjurnar og bruna norðaustur á land til að fara að veiða LAX. MIKIÐ SEM MIG HLAKKAR TIL AÐ FÁ NOKKRA FEITA OG FALLEGA LAXA Á DISKINN MINN Á KOMANDI HAUSTI :-) Enda eru þeir svo ótrúlega hollir með þessu omega 3 fitusýrum og "ræktaðir" villtir í náttúrunni.
Hugi ætlar að fá að halda til hjá mömmu, Gumma og Fríðu Marý og líka eitthvað hjá Ellý og Begga. Við mikinn fögnuð fjölskyldunnar :-) Svo skýrist nú framhaldið bara þegar þessari lyfjameðferð lýkur... hver veit hvað gerist. kannski verð ég hressari en allt hresst og þá bara verður lífið aftur dásamlegt (sem það hefur ekki endililega verið þetta sumarið) En það eru margir sem eiga við meiri veikindi og erfiðleika að stríða en ég svo ég sendi þeim bara batakveðjur og stórt knús. KNÚSSSSSSSSSSS
Engin ummæli:
Skrifa ummæli