Góðan daginn allan daginn eins og sumir segja. Hann Hugi þurfti að tjá sig rétt fyrir fimm í morgun svo nú er ég bara glað-vöknuð. Og líklega Hannes líka. Svo skrítið þegar maður er á þessum sterum að maður getur bara EKKI sofnað aftur þegar maður er á annað borð vaknaður. Svo ég bara dreif mig á fætur eftir að vera búin að rúlla mér í rúminu í klukkutíma. Enda má segja að það sé svo-sem kominn fótaferðatími - eða næstum því. Hannes væri allavega farinn að vinna ef hann væri ekki í sumarfríi svo ég þarf ekkert að vorkenna mér. Ég sofna þá líklega bara betur og fyrr í kvöld enda er það bara alveg í lagi. Það verður nógu snemma ræs í fyrramálið (ssemsagt 14. ágúst) Það sem er auðvitað gáfulegast er samt það að í þennan klukkutíma sem ég lá inni í rúmi þá mundi ég óteljandi hluti sem ég þyrfti eða gæti eða ætlaði að gera. En ég man nú eitthvað lítið af þessu öllu saman núna!!!! En ég ætla samt ekki að hafa áhyggjur af því. Tek á því þegar ég man hverju ég var að gleyma ef það hefur þá verið eitthvað merkilegt. En ég er allavega búin að gúffa í mig nokkrum töflum af hinu og þessu kræsilegu, lyfjum og svo vítamínum auk lýsisskeiðar, sjeik vatnsglasi og svo bíður hérna ljúffengur kaffibolli við hliðina á mér. MMMM smakkast bara VEL. Já fór og hitti dr. Geir í gær - bara svona til að fá "fararleyfi" ekki að ég hafi ekki mátt fara en mig bara svona langaði til að láta fara yfir málin og hafa allt ALVEG á hreinu. Ég sýndi honum vottorðið frá dr. Sigurði og honum leist vel á það. Var líka nokkuð ánægður með allar varrúðarráðstafanir sem ég/við erum búin að gera fyrir ferðina varðandi veikindin. Vottorðið er svohljóðandi :
To whom it may concern.
Helena Halldórsdóttir was diagnosed with autoimmune hemolytic anemia (warm type anti IgG and C3 positiv) . She is currently being treated with 45 mg of prednisolon and folic acid. Her hemoglobin was 97g/L on August 6th 2013. Her blood group is O RhD pos.
In case of emergency we recommend treatment with steroids and blood product, and possibly immunoglobulins (IVIG)
If any questions arise do not hesitate to contact the hematologist on call at Landspítali University Hospital. tel: .....
Sincerely
Sigurður Yngvi Kristinsson hematology
Svo mörg og góð eru þau orð. En nú er fólkið að týnast fram og hundurinn kominn út svo dagurinn hlýtur að vera að byrja. Ég er þá hætt í bili - have fun in the sun eins og sagt er :-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli