sunnudagur, 11. ágúst 2013
Spennan magnast
Jafn óðum og ég stroka út af to do listanum fyrir Tenerife þá bæti ég bara nýjum atriðum inn. Vona samt að það strokist nú flest út að lokum. Það ætti allavega að þýða að það verði ekki margt sem gleymist. Æi það kannski skiptir ekki öllu hvort og hvað gleymist. Ef maður sjálfur kemst bara um borð í flugvélina. ég fer auðvitað í blóðprufu á morgun og svo á ég líka tíma hjá Geir lækni. Held að það sé ágætt að láta taka stöðuna og tékka sig af áður en maður fer af stað í "fríið". Ég veit samt ekki hvað mér finnst um að fresta lyfjagjöfinni um viku (en hvað er svosem vika á milli vina). Vildi auðvitað helst bara byrja strax,, nógu er þetta orðinn langur tími sem maður er ekki heill heilsu. Og ég vona svo innilega að rituximabið/Mabtherað muni koma mér aftur á lappirnar. Eða allavega upp úr sófanum. Ég á reyndar ekki von á því að lyfjagjafadagarnir verður neinir halelúja dagar og jafnvel ekki allar 4 vikurnar. Þetta getur farið misjafnlega í fólk. En rannsóknir sýna samt að þeir sem ná sé eru alla jafna orðnir betri eftir 2-4 vikur og flestir hækka að lágmarki um 20 í hemóglóbíni sem þýðir að ég ætti að komast í ca 120. Sem er lágmarkið fyrir konur. Það mundi alveg muna um þennan líklega lítra sem það ætti að vera að lágmarki. Eitthvað af súrefni sem þau rauðkorn geta borið. Auk þess sem ég á þá von á að rauðkornunum verð ekki eytt svona rosalega þannig að kannski að ég geti farið að labba aðeins meira en 1 hring um hverfið án þess að vera orðið loftfirrt. En það er einhvern veginn svoleiðis tilfinning sem grípur mann þegar maður labbar af stað og svo bara hægist á manni smátt og smátt bara eins og ekkert power sé á tanknum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli