mánudagur, 26. ágúst 2013

Betri dagur í dag

Rútínan að skella á. Eins og það er alltaf gott þegar skólinn er búinn á vorin þá er líka alltaf gott þegar hann byrjar aftur. Mér varð nú það á í dag þegar allir voru að setja inn fésbókarstöðumyndir af börnunum sínum að fara í skólann í fyrsta skipti að fá hroll samt sem áður. Eftir að hafa komið mínum tveim börnum í skólann í nokkur ár þá bara get ég ekki tekið undir að þessi fyrsti skóladagur sé jafn æðislegur og verið er að reyna að troða í börnin okkar að hann er. Enda voru undirtekirnar við spurningunni um hvernig dagurinn hefði verið hjá mínum drengjum nákvæmlega þær sem ég átti von á. Eða .... ömurlegur dagur. Og já svo mörg voru þau orð. Enda veit ég fyrir víst að það byrjar að rigna mentorpóstum fljótlega og svo eru fundir og sálfræðitímar og allt hitt. En ég veit svosem að ekki líður þeim betur hér heima með mig kolruglaða og pirraða. HÓSTHÓST. en þetta er nú víst síðasti grunnskólaveturinn hans Baldvins og ekki eru svo margir eftir hjá Valgeiri heldur og hver veit nema maður þakki fyrir grunnskólann þegar þeir halda á vita æðri skólastiga (eða ekki). En að memyselfandI þá var dagurinn í dag annars bara með þeim betri. Ég veit ekki í hve langan tíma ég á að segja en allavega frá því við vorum á Tenerife. Það þvoðust heilmargar þvottavélar og földust endar á prjónadóti en það eldaðist heldur enginn matur og ég fór ekki í neinn göngutúr. Ég meira að segja reyndi að leggja mig en það var árangurslaust. Þrátt fyrir að ég svæfi í maaaaaaarga klukkutíma í nótt. Hélt á tímabili að ég hefði gleymt að taka sterana í morgun en ég fann svo reyndar alveg fyrir þeim og man svo þegar ég fór að hugsa til baka eftir því að hafa pínt mig til að kyngja töflunum. Bjakkbjakk. Eins og ég segi þá hlakka ég bara svo ofboðslega til að geta minnkað steraskammtinn að það er ekki alveg eðlilegt. Kannski að dagurinn í dag hafi bara verið betri af því að ég er farin að vonast til að sjá fyrir endann á þessum FJANDA!!!!

1 ummæli:

  1. Hæ elskan, ég hef reynt að ýminda mér í gegnum hvað þú ert að ganga, en það er ómögulegt að setja sig í þín spor. Ég vona svo mikið með þér að sterarnir fái að fjúka, ég bara bið til guðs og allt! en þú ert ótrúleg hetja að komast í gegnum daginn með þessar hrikalegu aukaverkanir. Nú bara leggjast allir á bæn! þú veist hvar mig er að finna, ef þig vantar spjall eða bara eitthvað annað.. :)kv Ína

    SvaraEyða