laugardagur, 24. ágúst 2013
Aftur af stað!!
Erum komin heim frá Tenerife og alveg norður á Hvammstanga. Ég búin í fyrstu lyfjagjöf og Hannes farinn í veiði. Hlutirnir gerast hratt þessa dagana og svo eru göngur hinu megin við hornið. Tenerife var æðisleg :-) Ofboðslegur hiti og sól og gott veður, góður félagsskapur, góður matur, góðir drykkir og allt gekk bara alveg frábærlega. Ferðalag sem aldrei mun gleymast. Svo er ég búin að fara í fyrstu lyfjagjöfina með MabThera (rituximab) sem gekk ágætlega. Var reyndar svolítið erfitt á tímabili með öndunarerfiðleikum og ónotum í nefi og hálsi en það hafðist allt og ég var komin út af Landsspítalanum um hálf fjögur og þá brunuðum við bara heim. (mér finnst eins og ég vilji kannski bara gleyma þessum degi) en ég svaf samt mjög mikið af ofnæmislyfjunum svo að ég þarf ekki að kvarta. En Hannes er svo farinn í veiði í Skjálfandafljót og kemur heim seinnipartinn á morgun - ég á ekki endilega von á að hann komi með fisk.... en mér er svosem alveg sama.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
hæallehúbba! ég bara fann þetta, hvort sem þér líkar betur eða verr :) mér finnst þetta alveg frábært hjá þér! finnst alveg að þú ættir að opinbera þetta, gæti verið hressandi að fá góð komment ;) heyrumst í dag..
SvaraEyða