laugardagur, 31. maí 2014

31.5.2014

Síðasti dagurinn sem ég er þrjátíuogeitthvað :-). Það er flott sko.
Búin að eiga 10 ára brúðkaupsafsmæli og er það vel. Hverju á maður að búast við. Hefði getað verið löngu skilin svona skv. öllum staðaltölum. En allt hefur þetta sloppið til og oft verið ansi gott og gaman :-).
Nú allt annað hefur gengið sinn vanagang. Baldvin er búinn með 10. bekk og byrjaður að vinna í söluskálanum. Valgeir er að verða jafn stór og ég. Og já það er EKKERT að mér. Ég hef ekki heyrt neitt af þessum blóðprufum sem teknar voru en reikna með að allt hafi verið í fína lagi þar sem ekkert athugavert sást á ómskoðunarmyndum. Þ.e. af lifrum og því öllu. Þessi bíll sem kallast líkami hjá mér hefur þá að mestu leyti verið yfirfarinn af skoðunarmönnum ríkisins og ekkert finnst að. það hlýtur að ýta undir það að ég sé nánast klikkuð því að mér er í alvörunni illt hingað og þangað og alls staðar. Ég á reyndar eftir að fara í maga og ristilspeglun og það er þá búið að senda tilvísun í það. Eftir það þá er ég bara hætt !!!!!!!! Ég verð þá bara að búa við "allt" sem er að hrjá mig sem er samt ekki að hrjá mig þrátt fyrir allt! Ég hélt einhvern veginn að ég væri ekki týpan sem væri með svona "kerlingarvæl" þegar ég yrði stór. En annað hefur komið á daginn. Ég kvarta og kveina meira heldur en hann meðal Jón. Ég vona bara innilega að þetta rjátlist af mér :-(
Já og svo er nú það.

Í kvöld verður boð - svona smábaraboð fyrir allra nánustu fjölskyldu og vini. Alveg hátt í 20 manns. Já svolítið annað en fyrir  10 árum síðan. en svona breytast hlutirnir. Jú og í dag eru líka kosningar. Það verður nú eitthvað sorglegt held ég. En þá er bara að muna eftir að fara að kjósa!!! Eitthvað má maður reyna að hafa um þetta að segja- og hana nú.

Jæja ætla að þrífa wc... gott að nota daginn í það :-)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli