föstudagur, 13. júní 2014

13.06.2014

Allt gott að frétta. Síðasta blóðmæling var ca 4. júní og hemóglóbíð komið upp í 129. Ég ætlaði að minnka sterana í þessari viku en þar sem við lentum óvænt í sumarbústað þá ákvað ég að bíða með að breyta neinu. Við semsagt vorum að pæla í að fara í fellihýsaferðalag á Akureyri og keyra svo á Vopnafjörð í ferminguna hjá Guðmundi Helga. En á síðustu stundu losnaði sumarbústaður á Vaðlaborgum sem við tókmum í viku og vorum bara að koma heim í dag. Búnir að vera yndislegir dagar. En Baldvin kom ekki með okkur þar sem hann var að vinna. En Ragga og Pési voru með okkur allan tímann. Svo komu Sirrý og STeini og Ellý og Beggi og Rósa og Krissi. Semsagt allir Núpsbræður og alveg 5 menn úr slökkviliðinu og þá ásamt börnum auðvitað.  Nú er stefnan eftir að hafa þegið smá þvott að pakka aftur niður á morgun og halda suður á bóginn með strákana í smá fellíhýsaferðalag. Eða ekki ferðalag heldur kannski bara smá útilegu. Við ætlum að hendast í Fossatún og vera þar í ca 2 nætur þar sem strákarnir mínir geta horft á fótbolta á risaskjá og ég verð með Huga í göngutúrum og prjónaskap og lestri á meðan. Semsagt í fríi  :-)  Ég stakk upp á að ég yrði eftir heima og þeir færu bara 3 karlmennirnir. En þá sagði Valgeir að það gengi ekki því að ég yrði að koma með að þrífa og elda. Hann gæti stundum verið frá fornöld. Vona að hann nútímavæðist aðeins á komandi árum. :-)  Já það er semsagt planið. Já og svo kannski að selja fellihýsið og jeppann og ...... eitthvað sem við þurfum að koma í gang fleira. Gera heitan pott og svona ýmislegt.
En já ég ætla svo bara í blóðprufu kannski á mánudaginn eða miðvikudaginn og byrja svo að minnka sterana einu sinni enn. Ég hef ennþá ekki heyrt orð frá Sigurði lækni. Svo ég ætti kannski að heyra í lækni hér með hvaða gildi voru í gangi í síðustu blóðprufu. Svona önnur en hemóglóbínið. Því það er víst ekki nóg að það sé batnandi það er eitthvað fleira sem hangir á spýtunni. Og það er einhvern veginn eins og maður megi ekki eigi ekki að þurfa að vita þær tölur. en ég læt bara hér staðar numið. Það gengur semsagt allt  bara alveg ágætlega :-)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli