mánudagur, 16. júní 2014
16.06.2014
Komin úr smáútilegunni. Við fórum bara 3 og svo hundurinn. Því Valgeir náði sér í sveitadvöl hjá Hakoni. Það var vel. Allt gekk vonum framar,,,, hundurinn var stilltur og strákarnir líka og ég gat eins og ég ætlaði prjónað, lesið og slappað af svona almennt. Enda engar kröfur um uppvask og þrif þar sem Valgeir var ekki með haha.... Ég fer ekki í blóðprufu í dag (frídagur á morgun) en ætla á miðvikudaginn og í framhaldi af því að minnka sterana. ég er nokkuð viss um að blóðbúskapurinn er í mjög góðu lagi. Ég er með alveg þokkalegast þol og búin að vera ótrúlega "góð" svona almennt .... (....what ever) En ég verð að segja að mig kvíður alveg óskaplega mikið til að minnka sterana :-( þrátt fyrir að hlakka til :-) En það er erfitt að útskýra fyrir fólki hvernig manni líður þegar veikindin sjást ekki utan á manni. En nóg um það. Ég er svo alveg búin að ákveða að fara á ball á laugardaginn. Hugurinn ber mann hálfa leið... ég er samt viss um að ég fer ekki. En þangað til það kemur í ljós þá ætla ég. Orðið ansi langt síðan ég fór á ball síðast. Svo nú er bara planið að FARA þar sem það er BALL hér á Hvammstanga. Annars gerðist hér á Hvammstanga ömurlegur atburður um helgina. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að tjá mig um það.. en ömurlegt var það engu að síður. Einhver líkamsárás og eftir liggur maður í lífshættu. Mann eiginlega setur hljóðan því að svona gerist auðvitað ekki á Hvammstanga. En það er víst pottþétt aldrei hægt að segja aldrei :-( Ég vona innilega að allt þetta mál fari á sem bestan veg það getur farið. Ég er búin að fara í göngutúr í dag og svo langar mig á hestbak eða í sund. Veit samt ekki alveg hvað ég er að fara að gera. Það er ýmislegt fleira sem þarf að gera heldur en leika sér. Svo það kemur í ljós hvað verður. Þar sem ég er búin að vera svo "hress" undanfarið þá langar mig svo að geta hoppað og skoppað og leikið mér. Það kemur vonandi bara fljótlega :-) Nú er yndislega sólin að fara að skína svo ég ætla að henda mér út á pall. Hvar er potturinn Hannes?????
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli