Ég heyrði í Sigurði í dag. Við ákváðum (eða mæltist til) að ég myndi prófa að byrja að minnka sterana þrátt fyrir þessa lækkun í hemóglóbíninu. Hann sagði að mælingin um daginn þessi 129 hérá HVE hefði verið 127 og mælingin í fyrradag hefði verið 120 en ekki 121. þetta passar alveg. Það eru ekki alveg sömu tölur hérna og þegar blóðið er komið í tækin fyrir sunnan. en já 'ég byrja að taka 5 mg á morgun og 7,5 mg hinn daginn og svo koll af kolli. fer svo aftur í blóðprufu á miðvikudaginn (þá verð ég reyndar bara búin að taka 5 mg 3x) en það verður fínt að sjá hver staðanverður orðin.
Við ákváðum jafnframt að ef þetta gengi ekki þá myndum við finna okkur skurðlækni fljótlega sem mundi fjarlægja miltað. Ég held einhvern veginn að það verði það sem verður gert. Hvort sem ég næ að hætta alveg á sterunum. En vonandi mun ég get minnkað skammtinn eitthvað. Og þ.a.l. náð að losna við vatn og bólgur úr líkamanum sem er að flækjast fyrir mér í að t.d. komast á hestbak o.fl. sem gerir mér erfitt fyrir. Ég sé t.d. ekki að ég geti synt skriðsund með þennan hnút á bakinu á mér og alla bólguna á upphandleggjunum. (auðvitað get ég það... en það er erfiðara) æi og svo allt hitt.
en anyway. Ég hreyfði tvö hross í dag. Sólu og Stak. Það gekk bara mjög vel. og ég ætla að reyna að taka þau aftur á morgun. En á morgun ætla ég að þrifa stíflu úr þvottavélinni. Taka úr uppþvottavélinni,, setja í hana aftur,,, þvo meiri þvott.. helst henga út ef það hangir þurr. Kannski halda áfram að hreinsa til hérna fyrir utan húsið. Kannski fara aðeins í vinnuna.... Nú svo kaupfélagið, og örugglega eitthvað fleira.
Adios
Engin ummæli:
Skrifa ummæli