Í gær fór ég í blóðprufuna (núna er komið eftir miðnætti og þess vegna 19.6) en blóðprufan var 18.6. Niðurstaðan kom mér "skemmtilega" á óvart. Því að ég hélt að ég færi að koma með sömu og jafnvel eitthvað hærri mælingu en var síðast- en Nei svo var ekki. Ég er dottin niður í þær tölur sem ég hef ca lengst verið í eða í 121. Þessar tölur 118-122 eru þær tölur sem hafa verið að hanga á mér á þessum sterum. Þ.e. alveg síðan þetta fór upp eftir Mabtherað í ágúst og sept. í fyrra. En þá fór ég hæst í 127 og datt svo niður í þetta 120 +/- . Þannig að dagurinn varð ekki eins ánægjulegur og ég var einhvern veginn búin að sjá fyrir mér. Ég ætlaði að byrja að minnka sterana á morgun. Taka 5 mg á morgun og svo 7,5 mg hinn daginn og svo koll af kolli eins lengi og þyrft. Það segir sig víst sjálft að ég er ekki að fara að gera það- ekki á morgun allavega. Ég rauk nú til skv. venju og skrifað Sigurði e-mail og bað hann að hringja í mig næst þegar hann gæti. Aldrei þessu vant þá svaraði hann e-mailinu og sagðist ætla að hringja i mig á morgun. Ég þarf að ræða alvarlega við hann. Ég er orðin ansi þreytt á þessu. Ég held samt að ég sé búin að vera ótrúlega stabíl andlega séð og jafnvel stundum næstum því hress. Én betur má auðvitað alltaf gera. Ég er búin að vera mjög duglega síðustu 3 daga. Búin a.ð fara í göngutúra og á hestbak í dag og í gær. Ég er líka búin að vera að puða í garðinum. Reyna að taka upp alla stóru ljótu fíflana sem eru að messa allt upp í beðinu sunnan við hús. Ég er búin að gera lista yfir allt sem ég á eftir að gera og athuga. En það er samt endalaust eftir. Ég bara kemst ekki yfir allt sem ég þarf að gera. En ég var t.d. óvenjulega þreytt í dag. Lagðist útaf bæði fyrir og eftir hádegi. Var eitthvað svo þreytt. En ég dreif mig upp og á hestbak með pabba og svo rákum við inn öll hrossin og vorum að stússast í þeim. Komum ekki inn fyrr en ca hálf níu. En bæði Sóla og Stakur voru tekin inn. Pabbi ætlar að byrja að hjálpa okkur að vinna með þau. Vona að það gangi bara vel. Á morgun fer ég til Mikka sjúkraþjálfara. Ég ætla að spyrja hann um þrýstinginn í hjnánum á mér. Kannski er það eðlilegt. En þegar ég stend jafnfætis og geri æfingu (svona eins og að setjast á wc og standa upp aftur jafnfætis) þá er bara eins og það ætli að springja á mér hnén. Þetta er svosem alveg eins og restin af líkamanum á mér allt fullt af vatni. Ég er búin að vera að fylgjast með þyngdinni. Og hafði léttstu um tæp 2 kg um daginn.. en í síðustu mælingu hafði ég bætt á mig hálfu kílói aftur. Já allt er að gleðja mann þessa dagana:-) Og ballið... ja hvað skal segja. Ég er definetely ekki að fara. Ég hef bara ekkert á ball að gera :-(
Maðurinn sem lenti á sjúkrahúsi hér eftir "hvað sem það var sem gerðist" lést í gær. Hann hét Thomaz og var frá Póllandi. Ég hafði oft talað við hann í vinnunni. En hann kom oft á skrfistofuna bæði með mál fyrir sig og svo var hann mjög duglegur að hjálpa öðrum með alls konar pappíra. Ég kunni mjög vel við hann og finnst skrítið að hann sé dáinn. Hann var yngri en ég og svo kurteis og þolinmóður. Ég vona að hans himnavist verði betri en jarðvistin. Því að ég held að hann hafi ekki átt sjö dagana sæla.
En Valgeir fór annars á Dalvík í dag að spila fótbolta. Hann og hans lið vann sinn leik. Svo er komið að Blönduósmótinu um helgina. Veit ekki hvernig við tæklum það. En það hlýtur að koma í ljós. Og Baldvin er alltaf að vinna í sjoppunni. Ég held að hann sé ánægður í vinnunni og það gerir mig ánægða. Þannig að þrátt fyrir að ég sé ekki sem hressust með ástandið á sjálfri mér þá gleðst ég þrátt fyrir það yfir hve öðrum fjölskyldumeðlimum gegnur vel og líður vel. :-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli