laugardagur, 28. júní 2014

28.06 2014

Jepp... fór í blóðprufu á miðvikudaginn (fyrir 2 dögum) og þá var ég komin í 117 í hgl.... er semsagt að lækka eins og ég bjóst við. Lét auðvitað Sigurð vita og við ákváðum að halda áfram með núverandi sterameðferð, þ.e. 5 mg annan daginn og 7,5 mg hinn daginn. Ég fer svo í blóðprufu í næstu viku. Ég býst nú við að fara kannski bara á mánudag/þriðjudag. En það er annars búið að vera slatti að gera. Fór að vinna á mánudaginn og er búin að vinna alla vikuna, skutluðumst til Reykjavíkur eftir hádegi í gærdag og komum aftur í gærkvöldi. Fórum með strákana til Bertrands. Allt gekk ágætlega þar. Ákváðum að reyna að halda áfram að hafa þá lyfjalausa. Allavega í mánuð í viðbót. Það þarf samt eitthvað að skoða Baldvin af lækni því að Bertrand hlustaði hann og það eru einhver aukahljóð í hjartanu á honum :-(. Mér finnst það pínu scary ef satt skal segja. Við skiluðum inn bréfi til Geirs læknis á heilsugæslustöðin í dag og ég bjóst við að hann mundi hringja en það fór nú ekki svo. Ekkert símtal kom. Ætli ég panti ekki símatíma hjá Ágústi á mánudaginn. En Bertrand vildi að við færum til barna æða og hjartalæknis í R-vík. Kannski hefði ég bara átt að panta tíma strax í dag.
En annars var hugmyndin að kaupa hús í dag. Það varð þó ekkert af því..... en það er annars önnur saga og meiri frá að segja!!!!! En Asti Ganciað sem átti að nota til að skála í vegna húsakaupanna var nú samt drukkið og skálað í því... þó ástæðan hefði verið önnur en upphaflega stóð til. HMM ég er ekkert búin að fara á hestbak í örugglega heila viku... en ætla helst að gera eitthvað um helgina. Ég er annars að fara í háralitun á morgun og svo er fleira sem þarf að gera um helgina svo þetta skýrist bara :-)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli