mánudagur, 7. júlí 2014

07.07.2014

Ég ætla að bæta hérna við einhverju jafn gáfulegu og áður hefur verið ritað... semsagt ENGU. En þar sem ég man ekki hvað ég skrifaði síðast þá er best að skrifa samt eitthvað. Nú... síðustu mælingar voru 117 og svo 120... Þannig að þegar ég er búin að vera að minnka sterana í ca 10 daga þá er hgl í 120 (sjálfsagt 119 í R-vík) En ég er samt ennþá að gera 5 og 7,5 sitthvorn daginn. fyrstu dagarnir voru erfiðir... ég var á tímabili búin að ákveða ýmislegt sem best er að skrifa ekki hér... eins var ég á öskrinu við strákana - og er kannski pínu ennþá. Allur hávaði nístir inn að beini... og svo ótal ótal margt annað. Annars líður mér "þokkalega" finnst fötin mín aðeins hafa losnað... en ég er alveg búin að gleyma að vigta mig. En hvað er maður svosem að kvarta. Margir aðrir að ganga í gegnum miklu meiri erfiðleika þessa dagana heldur en ég. Ég er allavega búin að vera að vera að vinna meira síðustu 2 vikur heldur en ég hef gert lengilengi. Og það hlýtur að vera vel. Enda er ég orðin einhvers konar öryrki... ekki alvöru bara - bara hálfpartinn :-( En það er auðvitað samt gott að vera bara hálfpartinn en ekki alvöru. Það er ennþá eitthvað líf í kellu þrátt fyrir allt. Við erum annars að fara til Reykjavíkur að hitta lækni - en ekki hvað. En nú er það Baldvin (reyndar aftur og nýbúin)... en við eigum tíma á miðvikudaginn hjá hjartalækni. Hann Bertrand heyrði einhver aukahljóð í hjartanu á Baldvin þegar við vorum hjá honum um daginn og sama heyrði Ágúst þegar ég fór með drenginn til læknis á föstudaginn var. En Ágúst heldur að hjartalokurnar á honum skelli til baka þegar þær lokast og það er það sem er að gera þetta hljóð. En það kemur annars í ljós á miðvikudaginn. Baldvin var semsagt hjá Ágústi á föstudaginn þar sem hann fékk alveg massa hálsbólgu alveg svo hann gat varla talað ... en hann er núna kominn á 10 daga pensilín kúr ásamt íbúfeni og panodil ef hann vill. Ágætis lyfjakokteill það fyrir barnið :-/. Hann hefur ekkert getað unnið núna í 3 daga og á ekki von á því að hann mæti á morgun. En vonandi á þriðjudaginn.  Ég ætla sjálf að vera að vinna í þessari viku og jafnvel eitthvað lengur en 4 tíma á dag. Nema auðvitað á miðvikudaginn. Valgeir er annars að fara á Lauga í Þingeyjarsýslu á þriðjudaginn að spila fótbolta. Hann fer með Rakel sem ætlar að keyra strákana héðan frá Hvammstanga. Helgin var annars sérstök að því leyti að Baldvin var veikur heima og svo var veikur hestur í hesthúsinu sem ég ásamt Ellý og Hannesi var að vakta. Dýralæknirinn kom 2x til að athuga með hann og heldur helst að þetta sé einhver þvagfærasýking eða slíkt. ég vona að hesturinn lifi... en hann er annars algert hörku og frekjutól.... og heitir Samber. Held að ég gleymi því varla úr þessu. en Who knows. Veðrið var líka svo ömurlegt um helgina að við keyrðum hestana sem voru hérna úti á beit upp í hesthús og þeir voru þar í sólarhring. Því veðrið var alveg ógeðslegt og varla hundi út sigandi. Man ekki eftir svona úrkomu og skítaveðri um hábjart sumar á minni æfi. En ég er nú svo heppin að ég man hvorki eitt eða neitt af viti þessa dagana. En til hvers er maður líka að muna allan fj... er ekki betra að lifa í núinu og vera bara spenntur fyrir komandi degi/dögum og því sem lífið mun bjóða uppá á hverjum degi heldur en að vera alltaf að rifja eitthvað sem gerðist fyrir langa-löngu. Ég er samt búin að vera að hugsa um svo margt.. örugglega bæði gamalt og nýtt - en ég reyndar man minnst af því sem ég hugsa þó að ég sé alltaf að hugsa. En mér finnst best ef ég slepp við að hafa miklar áhyggjur og það er í raun val.... svo þá er að ákveða hvernig maður ætlar að hafa þetta!!!!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli