mánudagur, 14. júlí 2014

14.07. 2014 Marteinn Breki 10 ára í dag

Baldvin þarf að fara aftur í skoðun. Það þarf að sneiðmynda hjartað hans og æðarnar í kring. Til að sjá hvað er að valda því að það eru aukahljóð í hjartanu hans. Það var talað um að við yrðum kölluð inn í júlí/ágúst.. ég vona bara að það verði sem fyrst. Hann er kvíðinn út af þessu og það erum við líka. Ég fór í enn eina blóðprufuna og seig aftur niður á við. man ekki hvort það var 117 eða 118.. en ordrur frá Sigurði að halda áframa að taka 7,5/5 til skiptis.Ég þrátt fyrir að vera fegin að þurfa ekki að fara í aðgerð, er hálfpartin farin að hugsa mér að fara í hana sem fyrst. Ég held að líkamanum mínum sé enginn greiði gerður að vera á þessum sterum. Sérstaklega ef það væri hægt að minnka þá meira eftir miltisnám eða jafnvel hætt með þá alveg (í einhvern óráðinn tíma) Ég er bara með ólæknandi sjúkdóm en þó þannig sjúkdóm að hann getur tekið hlé og legið í dvala í óákveðinn tíma. Sá tími sem hann er í hléi getur verið ágætur en svo bara getur þetta gerst allt í einu og allt fer í gang 123. Ég er annars í niðursveiflu núna- líklega áhyggjur af barninu og svo auðvitað sjálfri mér og reyndar bara allri familíunni. Ef mér líður illa þá líður Hannesi illa og  svo vindur þetta uppá sig þangað til allt er í komið í hnút sem erfitt er að vinda ofanaf. En kannski er þetta bara bull í mér. Kannski líður bara öllum ágætlega og það er bara ég sem er að búa mér til áhyggjur. Valgeir spilar fótbolta á fullu á íslandsmótinu og hans liði hefur bara gengið vel. Vinnur flesta leiki svo það er þá ekki til einskis að hann sé að flækjast um landið þvert og endilangt. Á fimmtudaginn fer ég í maga og ristilspeglun á Akranes. Hlakka minna til þess en ætla samt að drullast suður. Held að ég fari bara ein. Legg mig bara í bílnum þangað til ég er orðin hress. og get haldið af stað norður. Helgin er plönuð í að ættmenni mín nokkur ætla að koma norður og tjalda hér á túnum, það verður vonandi gaman. og það er það nú reyndar alltaf. Við vorum annars að leigja fellihýsið okkar í morgun. Það er farið í ferðalag og vonandi gengur það allt vel :-)
GN

Engin ummæli:

Skrifa ummæli